Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann.
„Mayweather mun taka hann í kennslustund,“ sagði Khan í viðtali fyrir bardagann, en McGregor og Mayweather mætast í nótt.
„Eftir tvær lotur mun Mayweather sjá nákvæmlega hvað McGregor gerir og þá mun hann hreinsa hann.“
„Conor er yngri og mun geta snúið aftur í MMA og haldið áfram að taka stóra bardaga. Hann ætti ekki að reyna of mikið í þessum bardaga,“ sagði Khan.
Khan segir McGregor vera að leggja líf sitt í hættu með því að fara inn í bardagann.
„Hann þarf að hugsa um sjálfan sig. Ef hann slasast alvarlega er möguleiki á að hann muni aldrei berjast aftur.“
Bardagi Conors og Mayweather fer fram í nótt og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Búrið hefst á miðnætti og upphitun í beinni klukkan 00.40. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor

Tengdar fréttir

Boxreynsla Conor McGregor
Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora.

Hvenær byrjar bardaginn hjá Conor og Mayweather?
Það er mikil spenna fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather í nótt og margir að spá í hvenær herlegheitin byrji.

Zlatan: McGregor er Ibrahimovic bardagaíþrótta
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, segir Conor McGregor vera „Ibrahimovic bardagaíþróttanna“ og veðjar á að hann vinni bardagann gegn Floyd Mayweather í kvöld.

Sjáðu vigtunina hjá Conor og Mayweather
Það var stórkostleg stemning í Las Vegas í kvöld er Conor McGregor og Floyd Mayweather stigu á vigtina í kvöld.