Sport

Hvenær byrjar bardaginn hjá Conor og Mayweather?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir eru klárir í bátana.
Strákarnir eru klárir í bátana. vísir/getty
Það er mikil spenna fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather í nótt og margir að spá í hvenær herlegheitin byrji.

Dagskráin á Stöð 2 Sport hefst á miðnætti er Búrið verður sýnt en þar er rýnt ítarlega í bardagann stóra með sérfræðingum.

Klukkan 00.40 hefst síðan bein útsending úr sjónvarpssal þar sem haldið verður áfram að spá í spilin.

Þrír bardagar eru á undan stóra bardaganum og hefst sá fyrsti rétt upp úr eitt í nótt.

Samkvæmt plani Showtime þá hefst bardagi þeirra Conors og Mayweather aldrei fyrr en klukkan þrjú í nótt og eigi síðar en klukkan fjögur. Það veltur allt á hversu langir bardagarnir á undan verða.

Hægt er að kaupa áskrift að bardagakvöldinu á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Boxreynsla Conor McGregor

Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora.

Zlatan: McGregor er Ibrahimovic bardagaíþrótta

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, segir Conor McGregor vera „Ibrahimovic bardagaíþróttanna“ og veðjar á að hann vinni bardagann gegn Floyd Mayweather í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×