Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 10:45 Stjórnendur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, standa í ströngu. Vísir/Stefán Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Ellison klórar í hælana á Musk Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Ellison klórar í hælana á Musk Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira