Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. september 2025 07:01 Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdatjóri mannauðs og gæðasviðs Íslandshótela, segir salernis- og búningamálin viðkvæm hjá mörgum þegar kemur að samtalinu um innleiðingu Hinseginvottunarinnar. Opnir sturtuklefar séu þó frekar sér-íslenskt fyrirbæri og það að salerni séu kynlaus sé alls ekkert nýtt á nálinni. Vísir/Anton Brink „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða. Fatlað fólk notar sömu salernin og ég spyr því bara á móti: Þýðir það að fatlað fólk er eitthvað kynlausara en aðrir?“ segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og gæðasviðs Íslandshótela. Sem nú í ágúst fagnaði þeim áfanga að hljóta Hinseginvottun sem vinnustaður. „Ef við getum þetta, geta þetta allir,“ sagði Erna Dís einmitt skafhreif um ferlið í sjónvarpsfréttum Sýnar í ágúst; Stuttu eftir að félagið tók við vottuninni formlega. Eftir nærri því tveggja ára ferli við innleiðinguna, er Erna líka reynslunni ríkari. Og tekur því uppnáminu í fjölmiðlum og umræðunni í síðustu viku með stökustu ró. „Það hefur alltaf fylgt baráttum að það kemur bakslag og við erum að verða vitni af slíku bakslagi víða í dag. En ég fagna allri umræðu og í okkar tilfelli höfum við verið mjög opinská við fólk um að þetta er ferli sem við völdum að fara í og í samræmi við þau gildi sem við stöndum fyrir.“ Í Atvinnulífinu í dag fjöllum við um Hinseginvottun vinnustaða en auk Íslandshótela hafa nú hlotið þessa vottun Forsætisráðuneytið, Þjóðskrá Íslands, Rio Tinto, Ölgerðin, Lota verkfræðistofa og BHMR. Það eru Samtökin’78 sem gefa út Hinseginvottunina en fyrirmyndina sækja samtökin til systurfélaga sinna RFSL í Svíþjóð, þar sem 550 vinnustaðir hafa hlotið Hinseginvottun og samtökin Workplace Pride, sem hafa vottað alþjóðleg fyrirtæki í nokkra áratugi. Er þetta löglegt? Í huga Ernu Dís snýst hinsegin vottun ekki um einhverja nýja tískubylgju fyrir atvinnulífið að elta. Heldur frekar það að hluti af sjálfbærnimálunum fela í sér umbætur til að tryggja að félagslegt öryggi starfsfólks á vinnustað. „Sjálfbærnimálin snúast ekki bara um kolefnisspor eða umhverfismálin. Félagsleg sjálfbærni er stór partur af þeim líka og við höfum lengi lagt áherslu á málaflokkinn, til dæmis jafnréttismálin og fleira.“ Það sem gerði innleiðingu Íslandshótela mögulega flóknari en ella er að hótelin eru 17 auk höfuðstöðva og starfsfólkið er frá yfir 60 löndum. Sumir jafnvel frá löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð. Hvað þá kynleiðrétting eða að skilgreina sig kynhlutlaust og svo framvegis. Eitt af því sem kom því upp hjá okkur var að fólk frá löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð, velti fyrir sér atriðum eins og hvort það þyrfti að mæta á fræðslunámskeiðin, hvað ef fjölskyldan þeirra í heimalandinu myndi frétta af því að viðkomandi væri að sækja slíkt fræðslunámskeið,“ segir Erna og bætir við: „Þarna rákumst við á að fólk gat verið að upplifa óöryggi á Íslandi vegna viðhorfs eða stöðunnar í heimalandinu. En ekki vegna þess að fólkið sjálft var með einhverja fordóma gagnvart hinsegin samfélaginu eða fræðslunni.“ Hvernig tókust þið þá á við þetta? „Við skylduðum engan til að mæta á fræðslunámskeið en lögðum samt áherslu á að við vildum helst að allir myndu gera það. Því Hinseginvottunin er liður í því fyrir hvað við sem fyrirtæki stöndum fyrir,“ segir Erna en bætir líka við öðru dæmi til samanburðar: „Að vera með starfsfólk frá svona mörgum ólíkum löndum þýðir að við höfum áður mætt alls kyns málum. Til dæmis það að karlmaður geti ekki hugsað sér að vinna með konu sem yfirmann því þannig er menninginn í hans heimalandi. Hjá okkur er hins vegar ekkert annað í boði, því við leggjum mikla áherslu á jafnrétti. Hinseginvottunin er ekkert öðruvísi. Þetta er það sem fyrirtækið stendur fyrir og áherslan okkar er alltaf sú að öll séu velkomin.“ Erna segir mikilvægt að taka samtalið um hvað sem er, þegar verið er að innleiða Hinseginvottunina. Hjá Íslandshótelum starfi til dæmis fólk frá yfir 60 þjóðernum, sumir frá löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Hvað þá transfólk.Vísir/Anton Brink Salerni og búningsklefar Þótt sitt sýnist hverjum um umræðuna eins og hún hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga, er reynsla Ernu sú að ferli Hinseginvottunarinnar sé fyrst og fremst eitthvað sem getur orðið viðkvæmt hjá fólki, þegar það fer að snerta það. Til dæmis breytingar á salernismerkingum eða búningaklefum. „Þá hef ég oft tekið þetta dæmi um hvernig salerni fyrir fatlaða hefur alltaf verið kynhlutlaust.“ Erna segir fólk líka bera fyrir sig ýmsum atriðum. „Til dæmis sóðaskap eða snyrtimennsku. Að karlar pissi út fyrir skálina og svo framvegis.“ Allt eru þetta góð og gild atriði til að ræða um að mati Ernu, sem segir að í tilfelli Íslandshótela hafi stefnan verið tekin á það að þar sem það klósettaðstaða er ekki lokað rými frá gólfi og í loft eða nú þegar fyrir hendi baðherbergi með hlandskálum fyrir karlmenn, hafa salernin haldið áfram að vera kynjaskipt. Önnur baðherbergi séu hins vegar kynhlutlaus og sameiginlega fyrir öll kyn. Skemmtileg umræða hefst þó þegar rætt er um búningsklefana. Það er svolítið sér-íslenskt fyrirbæri að sturtuklefar á Íslandi eru víða þekktir sem opnir sturtuklefar; Allir fara saman í sturtu. Þetta er öðruvísi víðast hvar annars staðar; Þar eru sturtuklefar einstaklingsklefar og við vorum því löngu búin að læra það af okkar gestum að fólk veigrar sér oft við að fara í sturtu þar sem sturtusvæðið er opið og mannmargt.“ Þetta þýðir að nú þegar eru búningsklefar Íslandshótela þannig úr garði gerð að sturturnar eru ekki opinsvæði. „Enda alls ekkert allir sem eru til í að vera allsber fyrir framan annað ókunnugt fólk.“ Erna segir þennan veruleika nokkuð þekktan hjá ferðaþjónustunni. Því sé það víða hjá ferðaþjónustuaðilum sem sturtuklefar eru nú þegar hólfaðir í einstaklingsklefa. Fyrir vikið hafa breytingar á búningsklefum ekki verið jafn viðkvæmar í umræðunni við starfsfólk og kannski annars hefði verið. „Við höfum líka unnið þetta í samræmi við það hvernig aðstaða er fyrir hjá okkur á hverjum stað. Því hótelin eru mismunandi, byggð á mismunandi tímum og aðstaða kannski í samræmi við það. Við höfum ekki farið í að breyta öllu alls staðar, en það sem vottun eins og Hinseginvottunin þýðir er kannski það að allt sem verður byggt eða við breytum hér eftir, mun taka mið af því að salernis- og búningsklefar séu í fyrir öll.“ Erna kippir sér ekki mikið upp við umræðuna sem verið hefur síðustu daga um transfólk. Meiri umræða skili sér á endanum og það hafi meðal annars komið í ljós, í því nær tveggja ára ferli sem var hjá Íslandshótelum um Hinseginvottunina. Tækifæri og markaðssókn Í tilkynningartexta um Íslandshótel segir: Íslandshótel taka á móti þúsundum gesta hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Hinsegin vottunin staðfestir að félagið tekur skýra og virka afstöðu með fjölbreytileika, mannréttindum og jafnrétti. Markmiðið er að allir gestir, hvort sem þau eru að bóka fundi, gistingu, fara á barinn eða borða kvöldmat, upplifi sig velkomin, örugg og virt, óháð kynhneigð, kynvitund eða öðrum þáttum. Erna segir ýmiss tækifæri líka felast í þessu fyrir Íslandshótel sem ferðaþjónustufyrirtæki. „Staðreyndin er sú að fólk víða um heim stendur frammi fyrir ákveðnum ótta við að ferðast. Enda ekki öruggt fyrir hinsegin fólk að ferðast hvar sem er. Orðræðan og bakslagið hefur líka gert það að verkum að fólk er jafnvel enn meira vart um sig,“ segir Erna og bætir við: „Og þótt þú leitir þér upplýsinga á netinu um hvernig áfangastaðurinn telst vera gagnvart til dæmis samkynhneigðum eða transfólki, er fólk ekkert endilega að upplifa sig öruggt.“ Nú eru Íslandshótel hins vegar sérstaklega merkt sem hinseginvottaður vinnustaður. „Sem þýðir að fólk er mögulega að velja okkur vegna þess að það veit hvernig vinnustaður við erum og fyrir hvað við stöndum.“ Þetta segir Erna skipta miklu máli í ferðaþjónustunni. „Til okkar eru til dæmis oft að koma stórir og fjölmennir hópar á ráðstefnur og annað slíkt. Að fólk upplifi sig öruggt hjá okkur er lykilatriði.“ Erna segir einn mikilvægasti þátturinn sé fræðsla. Í þeim efnum hafi Íslandshótel bæði fengið utanaðkomandi aðila til að standa fyrir fræðslu og námskeiðum, en eins hafi fyrirtækið búið til sitt eigið rafræna fræðsluefni. „Sem til dæmis allir nýliðar fá sem þýðir að fólk veit fyrir hvað við stöndum og hvers konar vinnustaður við erum, áður en það ræður sig til vinnu hér. Við erum því ekki að pína þetta ofan í neinn; Það er enginn skyldugur til að vinna hjá okkur sem ekki vill það.“ Erna segir að margt skemmtilegt og jákvætt hafi líka fylgt ferlinu. „Oft sagði fólk til dæmis eftir námskeiðin; Vá, hvað þetta er flott og hvað ég veit miklu meira núna en áður. Sem var mjög skemmtilegt að heyra því þetta gat verið að koma frá fólki sem var ekkert hrifið af því að vera að sitja svona námskeið yfirhöfuð, eða jafnvel fólk sem taldi sig vera mjög upplýst fyrir námskeiðið en áttaði sig á því að það var að læra alveg fullt,“ segir Erna og brosir. Annað sem Erna segir gífurlega mikilvægt, sé undirbúningurinn. „Það þarf að byrja að undirbúa þetta ferli með æðstu stjórnendum; Taka umræðuna með stjórn, framkvæmdastjórn og síðan millistjórnendum því aðeins þannig er hægt að tryggja að allir gangi í takt,“ segir Erna og bætir við: „Og þar var það helst að millistjórnendurnir væru efins. Oft með áhyggjur af því hvernig fólk tæki þessu eða hvort allt starfsfólk myndi vilja þetta og svo framvegis.“ Erna segir allar svona vangaveltur eiga rétt á sér. „Þannig að áður en farið er af stað, þarf fólk að vera undir það búið að taka samtalið.“ Reynsla Ernu er að yngra fólk er opnari fyrir hinseginsamfélaginu en eldra fólk en hún segir rannsóknir þó sýna að meirihluti starfsfólks er ekki opinskátt um kynhneigð sína á vinnustöðum yfir höfuð. Hjá Íslandshótelum er kynjaskiptingin til dæmis um 49% karlmenn, 50% konur og 1% kynhlutlaus. „En við vitum þetta auðvitað ekki fyrir víst því rannsóknir sýna að fólk er ekkert endilega að gefa þessar upplýsingar upp.“ Að mati Ernu, er Hinseginvottunin líka góð leið til að bæta við mælitæki innan vinnustaða. „Það er svo gott að fá fleiri verkfæri til þess að geta mælt og stuðst við. Þetta eru ekki endilega fullkomnar leiðir til að meta hlutina. En það er eins og með Jafnlaunavottunina. Hún er ekkert endilega alveg frábær en gefur okkur samt tækifæri til að mæla og fylgjast með ákveðnum hlutum sem við annars ættum erfiðara með og því nota ég hana til dæmis mjög mikið, bara til að fylgjast með hvort allt virðist í lagi.“ Ertu fegin því að vera búin í ferlinu nú þegar orðræðan er jafn hatrömm og hún hefur verið síðustu daga? „Nei ekkert endilega. Ég held ekki að vinnustaðir eigi að hræðast þetta ferli þótt orðræðan sé eins og hún hefur verið. Miklu frekar er þetta tækifæri til að vanda okkur betur við hlustun: Hvað er fólk raunverulega að segja? Íslendingar eiga ekki mjög auðvelt með virka hlustun en orðræðan eins og hún er núna, er mögulega að gefa okkur tækifæri til þess að hlusta enn betur á allt fólk en áður.“ Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Jafnréttismál Hinsegin Tengdar fréttir Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. 6. ágúst 2020 09:00 „Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Sem nú í ágúst fagnaði þeim áfanga að hljóta Hinseginvottun sem vinnustaður. „Ef við getum þetta, geta þetta allir,“ sagði Erna Dís einmitt skafhreif um ferlið í sjónvarpsfréttum Sýnar í ágúst; Stuttu eftir að félagið tók við vottuninni formlega. Eftir nærri því tveggja ára ferli við innleiðinguna, er Erna líka reynslunni ríkari. Og tekur því uppnáminu í fjölmiðlum og umræðunni í síðustu viku með stökustu ró. „Það hefur alltaf fylgt baráttum að það kemur bakslag og við erum að verða vitni af slíku bakslagi víða í dag. En ég fagna allri umræðu og í okkar tilfelli höfum við verið mjög opinská við fólk um að þetta er ferli sem við völdum að fara í og í samræmi við þau gildi sem við stöndum fyrir.“ Í Atvinnulífinu í dag fjöllum við um Hinseginvottun vinnustaða en auk Íslandshótela hafa nú hlotið þessa vottun Forsætisráðuneytið, Þjóðskrá Íslands, Rio Tinto, Ölgerðin, Lota verkfræðistofa og BHMR. Það eru Samtökin’78 sem gefa út Hinseginvottunina en fyrirmyndina sækja samtökin til systurfélaga sinna RFSL í Svíþjóð, þar sem 550 vinnustaðir hafa hlotið Hinseginvottun og samtökin Workplace Pride, sem hafa vottað alþjóðleg fyrirtæki í nokkra áratugi. Er þetta löglegt? Í huga Ernu Dís snýst hinsegin vottun ekki um einhverja nýja tískubylgju fyrir atvinnulífið að elta. Heldur frekar það að hluti af sjálfbærnimálunum fela í sér umbætur til að tryggja að félagslegt öryggi starfsfólks á vinnustað. „Sjálfbærnimálin snúast ekki bara um kolefnisspor eða umhverfismálin. Félagsleg sjálfbærni er stór partur af þeim líka og við höfum lengi lagt áherslu á málaflokkinn, til dæmis jafnréttismálin og fleira.“ Það sem gerði innleiðingu Íslandshótela mögulega flóknari en ella er að hótelin eru 17 auk höfuðstöðva og starfsfólkið er frá yfir 60 löndum. Sumir jafnvel frá löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð. Hvað þá kynleiðrétting eða að skilgreina sig kynhlutlaust og svo framvegis. Eitt af því sem kom því upp hjá okkur var að fólk frá löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð, velti fyrir sér atriðum eins og hvort það þyrfti að mæta á fræðslunámskeiðin, hvað ef fjölskyldan þeirra í heimalandinu myndi frétta af því að viðkomandi væri að sækja slíkt fræðslunámskeið,“ segir Erna og bætir við: „Þarna rákumst við á að fólk gat verið að upplifa óöryggi á Íslandi vegna viðhorfs eða stöðunnar í heimalandinu. En ekki vegna þess að fólkið sjálft var með einhverja fordóma gagnvart hinsegin samfélaginu eða fræðslunni.“ Hvernig tókust þið þá á við þetta? „Við skylduðum engan til að mæta á fræðslunámskeið en lögðum samt áherslu á að við vildum helst að allir myndu gera það. Því Hinseginvottunin er liður í því fyrir hvað við sem fyrirtæki stöndum fyrir,“ segir Erna en bætir líka við öðru dæmi til samanburðar: „Að vera með starfsfólk frá svona mörgum ólíkum löndum þýðir að við höfum áður mætt alls kyns málum. Til dæmis það að karlmaður geti ekki hugsað sér að vinna með konu sem yfirmann því þannig er menninginn í hans heimalandi. Hjá okkur er hins vegar ekkert annað í boði, því við leggjum mikla áherslu á jafnrétti. Hinseginvottunin er ekkert öðruvísi. Þetta er það sem fyrirtækið stendur fyrir og áherslan okkar er alltaf sú að öll séu velkomin.“ Erna segir mikilvægt að taka samtalið um hvað sem er, þegar verið er að innleiða Hinseginvottunina. Hjá Íslandshótelum starfi til dæmis fólk frá yfir 60 þjóðernum, sumir frá löndum þar sem samkynhneigð er bönnuð með lögum. Hvað þá transfólk.Vísir/Anton Brink Salerni og búningsklefar Þótt sitt sýnist hverjum um umræðuna eins og hún hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga, er reynsla Ernu sú að ferli Hinseginvottunarinnar sé fyrst og fremst eitthvað sem getur orðið viðkvæmt hjá fólki, þegar það fer að snerta það. Til dæmis breytingar á salernismerkingum eða búningaklefum. „Þá hef ég oft tekið þetta dæmi um hvernig salerni fyrir fatlaða hefur alltaf verið kynhlutlaust.“ Erna segir fólk líka bera fyrir sig ýmsum atriðum. „Til dæmis sóðaskap eða snyrtimennsku. Að karlar pissi út fyrir skálina og svo framvegis.“ Allt eru þetta góð og gild atriði til að ræða um að mati Ernu, sem segir að í tilfelli Íslandshótela hafi stefnan verið tekin á það að þar sem það klósettaðstaða er ekki lokað rými frá gólfi og í loft eða nú þegar fyrir hendi baðherbergi með hlandskálum fyrir karlmenn, hafa salernin haldið áfram að vera kynjaskipt. Önnur baðherbergi séu hins vegar kynhlutlaus og sameiginlega fyrir öll kyn. Skemmtileg umræða hefst þó þegar rætt er um búningsklefana. Það er svolítið sér-íslenskt fyrirbæri að sturtuklefar á Íslandi eru víða þekktir sem opnir sturtuklefar; Allir fara saman í sturtu. Þetta er öðruvísi víðast hvar annars staðar; Þar eru sturtuklefar einstaklingsklefar og við vorum því löngu búin að læra það af okkar gestum að fólk veigrar sér oft við að fara í sturtu þar sem sturtusvæðið er opið og mannmargt.“ Þetta þýðir að nú þegar eru búningsklefar Íslandshótela þannig úr garði gerð að sturturnar eru ekki opinsvæði. „Enda alls ekkert allir sem eru til í að vera allsber fyrir framan annað ókunnugt fólk.“ Erna segir þennan veruleika nokkuð þekktan hjá ferðaþjónustunni. Því sé það víða hjá ferðaþjónustuaðilum sem sturtuklefar eru nú þegar hólfaðir í einstaklingsklefa. Fyrir vikið hafa breytingar á búningsklefum ekki verið jafn viðkvæmar í umræðunni við starfsfólk og kannski annars hefði verið. „Við höfum líka unnið þetta í samræmi við það hvernig aðstaða er fyrir hjá okkur á hverjum stað. Því hótelin eru mismunandi, byggð á mismunandi tímum og aðstaða kannski í samræmi við það. Við höfum ekki farið í að breyta öllu alls staðar, en það sem vottun eins og Hinseginvottunin þýðir er kannski það að allt sem verður byggt eða við breytum hér eftir, mun taka mið af því að salernis- og búningsklefar séu í fyrir öll.“ Erna kippir sér ekki mikið upp við umræðuna sem verið hefur síðustu daga um transfólk. Meiri umræða skili sér á endanum og það hafi meðal annars komið í ljós, í því nær tveggja ára ferli sem var hjá Íslandshótelum um Hinseginvottunina. Tækifæri og markaðssókn Í tilkynningartexta um Íslandshótel segir: Íslandshótel taka á móti þúsundum gesta hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Hinsegin vottunin staðfestir að félagið tekur skýra og virka afstöðu með fjölbreytileika, mannréttindum og jafnrétti. Markmiðið er að allir gestir, hvort sem þau eru að bóka fundi, gistingu, fara á barinn eða borða kvöldmat, upplifi sig velkomin, örugg og virt, óháð kynhneigð, kynvitund eða öðrum þáttum. Erna segir ýmiss tækifæri líka felast í þessu fyrir Íslandshótel sem ferðaþjónustufyrirtæki. „Staðreyndin er sú að fólk víða um heim stendur frammi fyrir ákveðnum ótta við að ferðast. Enda ekki öruggt fyrir hinsegin fólk að ferðast hvar sem er. Orðræðan og bakslagið hefur líka gert það að verkum að fólk er jafnvel enn meira vart um sig,“ segir Erna og bætir við: „Og þótt þú leitir þér upplýsinga á netinu um hvernig áfangastaðurinn telst vera gagnvart til dæmis samkynhneigðum eða transfólki, er fólk ekkert endilega að upplifa sig öruggt.“ Nú eru Íslandshótel hins vegar sérstaklega merkt sem hinseginvottaður vinnustaður. „Sem þýðir að fólk er mögulega að velja okkur vegna þess að það veit hvernig vinnustaður við erum og fyrir hvað við stöndum.“ Þetta segir Erna skipta miklu máli í ferðaþjónustunni. „Til okkar eru til dæmis oft að koma stórir og fjölmennir hópar á ráðstefnur og annað slíkt. Að fólk upplifi sig öruggt hjá okkur er lykilatriði.“ Erna segir einn mikilvægasti þátturinn sé fræðsla. Í þeim efnum hafi Íslandshótel bæði fengið utanaðkomandi aðila til að standa fyrir fræðslu og námskeiðum, en eins hafi fyrirtækið búið til sitt eigið rafræna fræðsluefni. „Sem til dæmis allir nýliðar fá sem þýðir að fólk veit fyrir hvað við stöndum og hvers konar vinnustaður við erum, áður en það ræður sig til vinnu hér. Við erum því ekki að pína þetta ofan í neinn; Það er enginn skyldugur til að vinna hjá okkur sem ekki vill það.“ Erna segir að margt skemmtilegt og jákvætt hafi líka fylgt ferlinu. „Oft sagði fólk til dæmis eftir námskeiðin; Vá, hvað þetta er flott og hvað ég veit miklu meira núna en áður. Sem var mjög skemmtilegt að heyra því þetta gat verið að koma frá fólki sem var ekkert hrifið af því að vera að sitja svona námskeið yfirhöfuð, eða jafnvel fólk sem taldi sig vera mjög upplýst fyrir námskeiðið en áttaði sig á því að það var að læra alveg fullt,“ segir Erna og brosir. Annað sem Erna segir gífurlega mikilvægt, sé undirbúningurinn. „Það þarf að byrja að undirbúa þetta ferli með æðstu stjórnendum; Taka umræðuna með stjórn, framkvæmdastjórn og síðan millistjórnendum því aðeins þannig er hægt að tryggja að allir gangi í takt,“ segir Erna og bætir við: „Og þar var það helst að millistjórnendurnir væru efins. Oft með áhyggjur af því hvernig fólk tæki þessu eða hvort allt starfsfólk myndi vilja þetta og svo framvegis.“ Erna segir allar svona vangaveltur eiga rétt á sér. „Þannig að áður en farið er af stað, þarf fólk að vera undir það búið að taka samtalið.“ Reynsla Ernu er að yngra fólk er opnari fyrir hinseginsamfélaginu en eldra fólk en hún segir rannsóknir þó sýna að meirihluti starfsfólks er ekki opinskátt um kynhneigð sína á vinnustöðum yfir höfuð. Hjá Íslandshótelum er kynjaskiptingin til dæmis um 49% karlmenn, 50% konur og 1% kynhlutlaus. „En við vitum þetta auðvitað ekki fyrir víst því rannsóknir sýna að fólk er ekkert endilega að gefa þessar upplýsingar upp.“ Að mati Ernu, er Hinseginvottunin líka góð leið til að bæta við mælitæki innan vinnustaða. „Það er svo gott að fá fleiri verkfæri til þess að geta mælt og stuðst við. Þetta eru ekki endilega fullkomnar leiðir til að meta hlutina. En það er eins og með Jafnlaunavottunina. Hún er ekkert endilega alveg frábær en gefur okkur samt tækifæri til að mæla og fylgjast með ákveðnum hlutum sem við annars ættum erfiðara með og því nota ég hana til dæmis mjög mikið, bara til að fylgjast með hvort allt virðist í lagi.“ Ertu fegin því að vera búin í ferlinu nú þegar orðræðan er jafn hatrömm og hún hefur verið síðustu daga? „Nei ekkert endilega. Ég held ekki að vinnustaðir eigi að hræðast þetta ferli þótt orðræðan sé eins og hún hefur verið. Miklu frekar er þetta tækifæri til að vanda okkur betur við hlustun: Hvað er fólk raunverulega að segja? Íslendingar eiga ekki mjög auðvelt með virka hlustun en orðræðan eins og hún er núna, er mögulega að gefa okkur tækifæri til þess að hlusta enn betur á allt fólk en áður.“
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Jafnréttismál Hinsegin Tengdar fréttir Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. 6. ágúst 2020 09:00 „Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00
Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. 6. ágúst 2020 09:00
„Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00