Slagsmál leikmanna á hóteli Grikkja rúmri viku áður en þeir mæta Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 12:00 Ioannis Bourousis (númer 29) og Nikos Pappas (11) sjást hér í leik með Panathinaikos á móti Barcelona. Til varnar er Finninn Petteri Koponen sem mun spila við Grikki á EM. Vísir/Getty Það eru ekki alltof góðar fréttir úr herbúðum Grikkja innan við viku fyrir leik á Eurobasket sem verður á móti Íslandi í Helsinki á fimmtudaginn kemur. Áður hefur komið fram að NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo getur ekki spilað með gríska liðinu vegna meiðsla en það eru líka innanbúðarátök að trufla liðið. Ioannis Bourousis og Nikos Pappas eru báðir í EM-hópi Grikkja í ár og þeir eru einnig fyrrum liðsfélagar hjá Panathinaikos. Það sauð upp úr á milli þeirra á liðshóteli Grikkja í vikunni þar sem þeir létu báðir hnefana tala og fóru hreinlega að slást. Gríski vefmiðillinn Sport24 sagði frá þessu. Skotbakvörðurinn Giannoulis Larentzakis reyndi að ganga á milli þeirra en meiddist við það á auga og tókst þeim félögum því að gera vonda stöðu enn verri. Atvikið þykir hafa verið mjög alvarlegt en það fylgir sögunni að ósætti þeirra tengjast ekki körfubolta. Ioannis Bourousis er 33 ára gamall og 215 sentímetra miðherji sem er nýbúinn að semja við kínverska félagið Zhejiang Lions. Nikos Pappas er sex árum yngri og 20 sentímetrum minni en Bourousis. Pappas spilar sem skotbakvörður og er ennþá leikmaður Panathinaikos. Bourousis lék með Panathinaikos í eitt tímabil (2016-17). Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á EM í Helsinki og fer leikurinn fram 31. ágúst eða eftir aðeins sex daga. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Það eru ekki alltof góðar fréttir úr herbúðum Grikkja innan við viku fyrir leik á Eurobasket sem verður á móti Íslandi í Helsinki á fimmtudaginn kemur. Áður hefur komið fram að NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo getur ekki spilað með gríska liðinu vegna meiðsla en það eru líka innanbúðarátök að trufla liðið. Ioannis Bourousis og Nikos Pappas eru báðir í EM-hópi Grikkja í ár og þeir eru einnig fyrrum liðsfélagar hjá Panathinaikos. Það sauð upp úr á milli þeirra á liðshóteli Grikkja í vikunni þar sem þeir létu báðir hnefana tala og fóru hreinlega að slást. Gríski vefmiðillinn Sport24 sagði frá þessu. Skotbakvörðurinn Giannoulis Larentzakis reyndi að ganga á milli þeirra en meiddist við það á auga og tókst þeim félögum því að gera vonda stöðu enn verri. Atvikið þykir hafa verið mjög alvarlegt en það fylgir sögunni að ósætti þeirra tengjast ekki körfubolta. Ioannis Bourousis er 33 ára gamall og 215 sentímetra miðherji sem er nýbúinn að semja við kínverska félagið Zhejiang Lions. Nikos Pappas er sex árum yngri og 20 sentímetrum minni en Bourousis. Pappas spilar sem skotbakvörður og er ennþá leikmaður Panathinaikos. Bourousis lék með Panathinaikos í eitt tímabil (2016-17). Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á EM í Helsinki og fer leikurinn fram 31. ágúst eða eftir aðeins sex daga.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira