Fjórtándu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með tveimur leikjum.
Valur vann nauman sigur á Fylki, 3-2, á Hlíðarenda. Vesna Elísa Smiljkovic skoraði sigurmark Valskvenna þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Á meðan rúllaði Breiðablik yfir Hauka, 7-2. Rakel Hönnudóttir skoraði fernu fyrir Blika.
Í fyrradag vann Þór/KA 3-0 sigur á KR og steig þar með stórt skref í átt að öðrum Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Þá gerðu FH og ÍBV 1-1 jafnteli í Kaplakrika.
Fjórtánda umferðin hófst með leik Grindavíkur og Stjörnunnar 3. ágúst. Hann endaði með markalausu jafntefli.
Alls voru 19 mörk skoruð í leikjunum fimm en þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu öll mörkin úr 14. umferðinni | Myndband
Tengdar fréttir

Hjálpar að hafa sálufélagann hjá sér
Halldór Jón Sigurðsson hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska kvennafótboltann. Í sínu fyrsta starfi í kvennaboltanum tók hann við liði Þórs/KA á miklum umbrotatíma og er langt kominn með að gera liðið að Íslandsmeisturum

Færa bikarúrslitaleikinn fyrir stuðningsmenn ÍBV
Knattspyrnusamband Íslands hefur gert óvænta breytingu á dagsetningu bikarúrslitaleiks kvenna í fótbolta sem átti að fara fram á föstudagskvöldi en fer nú fram á laugardegi.

Rakel með fernu í stórsigri Blika
Breiðablik minnkaði forskot Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna niður í átta stig í kvöld.

Þór/KA með tíu stiga forskot
Topplið Pepsi-deildar kvenna, Þór/KA, steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: FH 1 - 1 ÍBV | Lítil von eftir fyrir Eyjakonur
FH og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Pepsi deild kvenna í Kaplakrika í kvöld.

Ótrúlegar lokamínútur á Hlíðarenda
Valur vann dramatískan 3-2 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.