Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 21:15 Box gegn MMA. Svona pósuðu kapparnir í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira