Sport

Conor: Getið sagt Floyd að grjóthalda kjafti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor mætir á fjölmiðlaviðburð í Las Vegas í gær.
Conor mætir á fjölmiðlaviðburð í Las Vegas í gær. vísir/getty
Floyd Mayweather hefur áhyggjur af því að Conor McGregor verði ekki í réttri þyngd er kapparnir stíga á vigtina á föstudag.

Mayweather heldur því fram að Conor sé tæpum fimm kílóum frá því að vera í löglegri þyngd sem er 70 kíló.

Það fór ekki vel í Írann að Mayweather væri að efast um niðurskurðinn hans.

„Þið getið sagt honum að grjóthalda kjafti. Hann veit ekki rassgat þessi fáviti. Leyfum honum bara að halda áfram að biðja. Biðja fyrir því að ég verði þreyttur og fari að bakka. Eina sem hann getur gert er að biðja en hann er að biðja til hons nýja Guðs hnefaleikanna,“ sagði Írinn rogginn og bætti við að hann myndi auðvelda ná vigt.

Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×