Sundurlimaða líkið af Kim Wall Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 06:02 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20