Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2017 12:55 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent