Frábær endasprettur Stenson færði honum sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. ágúst 2017 08:30 Henrik Stenson fagnar sigrinum í gær. Vísir/Getty Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira