Danir ætla að lækka skatta á bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:05 Frá Nyhavn í Kaupmannahöfn. Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent