Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum.
Verksmiðjan, sem er í eigu Arkema Inc, er um 32 kílómetra norðaustan af miðborg Houston og hefur verið hulin vatni síðan fellibylurinn Harvey gekk á land í síðustu viku. Hún hefur verið rafmagnslaus síðan á sunnudag en öflugt kælikerfi verksmiðjunnar hindrar að efnin sem þar eru geymd ofhitni. Ef þau verði of heit munu þau springa - sem líklegt er að gæti gerst á næstu sex dögum að sögn framkvæmdastjóra Arkema, Richard Rowe.
„Efnin gætu sprungið og valdið stærðarinnar eldsvoða í kjölfarið,“ segir Rowe í samtali við fjölmiðla ytra. „Hið mikla vatnsmagn á svæðinu, sem og rafmagnsleysið, hindrar okkur fullkomlega að koma í veg fyrir það.“
Búið er að rýma íbúabyggð í um tveggja kílómetra radíus frá verksmiðjunni. Fleiri verksmiðjur fyrirtækisins hafa skemmst í hamfaraflóðunum í Texas.
Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston næstu daga. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín.
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi

Tengdar fréttir

Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey
Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey.

Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki
Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær.

Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður
Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni.