Jón Arnór: Þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/ÓskarÓ Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00