Logi: Maður æfir alla ævi fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:45 Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira