Engin skólaúrræði fyrir sextán ára einhverfan dreng Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2017 20:15 Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira