Engin skólaúrræði fyrir sextán ára einhverfan dreng Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2017 20:15 Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira