Kjarasamningum VR líklega sagt upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka." Kjaramál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka."
Kjaramál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira