Afsakið, Eyþór Benedikt Bóas skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins. Við Árbæjarlaug stoppaði ég smá. Í sama mund kom gamli nágranni minn, hann Addi, á fullu fram hjá mér. Addi er mikill hjólagarpur og á flott hjól og spandexið hans er ekki keypt á Ali Express. Ég vissi að hann þekkti leiðina og ákvað því að kalla á eftir honum. „Addi. Hinkraðu í eina.“ Addi var ekkert á því að hægja á sér heldur gaf bara í. Áfram kallaði ég á hann og hann sneri oft hausnum við til að kíkja á mig en hjólaði samt áfram. Það er nánast vonlaust að elta fólk á alvöru hjóli. Ég er á alveg fínasta fák en það er ekkert ofurhjól. Þannig að ég setti hausinn undir mig og gaf líka í. Þegar við nálguðumst stífluna við enda Elliðaárdalsins beygði Addi svo upp en ekki niður. Það fannst mér skrýtin ákvörðun en þarna fór vanur maður. Þá hægði hann á sér og ég sá mér leik á borði og gaf í. „ARNGRÍMUR, HVAÐA LEIÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA?“ öskraði ég alveg gjörsamlega búinn á því. Addi virti mig varla viðlits og sagðist vera að fara í vinnuna. „Nú?“ segi ég undrandi. „Ha!“ svarar Addi og hljómaði ævintýralega hissa. Ég saup á vatninu, náði að átta mig á aðstæðum og leit upp. Sá þá að þetta var alls ekkert Addi. Þetta var einhver maður sem heitir Eyþór og var, að mér sýndist, skíthræddur við mig enda hafði ég elt hann uppi og öskrað: „Addi, ADDI, HÆGÐU Á ÞÉR MAÐUR,“ á eftir honum. Elsku Eyþór minn sem ég þekki ekki. Ég biðst afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins. Við Árbæjarlaug stoppaði ég smá. Í sama mund kom gamli nágranni minn, hann Addi, á fullu fram hjá mér. Addi er mikill hjólagarpur og á flott hjól og spandexið hans er ekki keypt á Ali Express. Ég vissi að hann þekkti leiðina og ákvað því að kalla á eftir honum. „Addi. Hinkraðu í eina.“ Addi var ekkert á því að hægja á sér heldur gaf bara í. Áfram kallaði ég á hann og hann sneri oft hausnum við til að kíkja á mig en hjólaði samt áfram. Það er nánast vonlaust að elta fólk á alvöru hjóli. Ég er á alveg fínasta fák en það er ekkert ofurhjól. Þannig að ég setti hausinn undir mig og gaf líka í. Þegar við nálguðumst stífluna við enda Elliðaárdalsins beygði Addi svo upp en ekki niður. Það fannst mér skrýtin ákvörðun en þarna fór vanur maður. Þá hægði hann á sér og ég sá mér leik á borði og gaf í. „ARNGRÍMUR, HVAÐA LEIÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA?“ öskraði ég alveg gjörsamlega búinn á því. Addi virti mig varla viðlits og sagðist vera að fara í vinnuna. „Nú?“ segi ég undrandi. „Ha!“ svarar Addi og hljómaði ævintýralega hissa. Ég saup á vatninu, náði að átta mig á aðstæðum og leit upp. Sá þá að þetta var alls ekkert Addi. Þetta var einhver maður sem heitir Eyþór og var, að mér sýndist, skíthræddur við mig enda hafði ég elt hann uppi og öskrað: „Addi, ADDI, HÆGÐU Á ÞÉR MAÐUR,“ á eftir honum. Elsku Eyþór minn sem ég þekki ekki. Ég biðst afsökunar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun