Afsakið, Eyþór Benedikt Bóas skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins. Við Árbæjarlaug stoppaði ég smá. Í sama mund kom gamli nágranni minn, hann Addi, á fullu fram hjá mér. Addi er mikill hjólagarpur og á flott hjól og spandexið hans er ekki keypt á Ali Express. Ég vissi að hann þekkti leiðina og ákvað því að kalla á eftir honum. „Addi. Hinkraðu í eina.“ Addi var ekkert á því að hægja á sér heldur gaf bara í. Áfram kallaði ég á hann og hann sneri oft hausnum við til að kíkja á mig en hjólaði samt áfram. Það er nánast vonlaust að elta fólk á alvöru hjóli. Ég er á alveg fínasta fák en það er ekkert ofurhjól. Þannig að ég setti hausinn undir mig og gaf líka í. Þegar við nálguðumst stífluna við enda Elliðaárdalsins beygði Addi svo upp en ekki niður. Það fannst mér skrýtin ákvörðun en þarna fór vanur maður. Þá hægði hann á sér og ég sá mér leik á borði og gaf í. „ARNGRÍMUR, HVAÐA LEIÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA?“ öskraði ég alveg gjörsamlega búinn á því. Addi virti mig varla viðlits og sagðist vera að fara í vinnuna. „Nú?“ segi ég undrandi. „Ha!“ svarar Addi og hljómaði ævintýralega hissa. Ég saup á vatninu, náði að átta mig á aðstæðum og leit upp. Sá þá að þetta var alls ekkert Addi. Þetta var einhver maður sem heitir Eyþór og var, að mér sýndist, skíthræddur við mig enda hafði ég elt hann uppi og öskrað: „Addi, ADDI, HÆGÐU Á ÞÉR MAÐUR,“ á eftir honum. Elsku Eyþór minn sem ég þekki ekki. Ég biðst afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins. Við Árbæjarlaug stoppaði ég smá. Í sama mund kom gamli nágranni minn, hann Addi, á fullu fram hjá mér. Addi er mikill hjólagarpur og á flott hjól og spandexið hans er ekki keypt á Ali Express. Ég vissi að hann þekkti leiðina og ákvað því að kalla á eftir honum. „Addi. Hinkraðu í eina.“ Addi var ekkert á því að hægja á sér heldur gaf bara í. Áfram kallaði ég á hann og hann sneri oft hausnum við til að kíkja á mig en hjólaði samt áfram. Það er nánast vonlaust að elta fólk á alvöru hjóli. Ég er á alveg fínasta fák en það er ekkert ofurhjól. Þannig að ég setti hausinn undir mig og gaf líka í. Þegar við nálguðumst stífluna við enda Elliðaárdalsins beygði Addi svo upp en ekki niður. Það fannst mér skrýtin ákvörðun en þarna fór vanur maður. Þá hægði hann á sér og ég sá mér leik á borði og gaf í. „ARNGRÍMUR, HVAÐA LEIÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA?“ öskraði ég alveg gjörsamlega búinn á því. Addi virti mig varla viðlits og sagðist vera að fara í vinnuna. „Nú?“ segi ég undrandi. „Ha!“ svarar Addi og hljómaði ævintýralega hissa. Ég saup á vatninu, náði að átta mig á aðstæðum og leit upp. Sá þá að þetta var alls ekkert Addi. Þetta var einhver maður sem heitir Eyþór og var, að mér sýndist, skíthræddur við mig enda hafði ég elt hann uppi og öskrað: „Addi, ADDI, HÆGÐU Á ÞÉR MAÐUR,“ á eftir honum. Elsku Eyþór minn sem ég þekki ekki. Ég biðst afsökunar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun