Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 20:30 Logi Gunnarsson. Vísir/ÓskarÓ Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn