Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 20:30 Logi Gunnarsson. Vísir/ÓskarÓ Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira