Sport

Conor skipað að taka sér tveggja mánaða frí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor skemmti sér konunglega í eigin teiti eftir bardagann.
Conor skemmti sér konunglega í eigin teiti eftir bardagann. vísir/getty
Conor McGregor fékk ansi mörg högg frá Floyd Mayweather um síðustu helgi og hefur nú verið skipað að fara í frí.

Læknar hafa sett hann í bann til 26. október og hann má hvorki boxa né glíma fyrr en þann 11. október.

Það kemur stundum fyrir að bardagakappar gefa skít í þessar skipanir lækna og sjálfur sagðist Conor vera til í að mæta strax aftur til æfinga.

Það er þó ekki talið líklegt að hann berjist aftur fyrr en í fyrsta lagi nóvember eða desember. Það verður þá örugglega hjá UFC.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×