Sport

Áskriftarkerfin hrundu fyrir bardaga Conor og Mayweather

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr bardaga kappanna.
Úr bardaga kappanna. vísir/getty
Ekki allir sem keyptu sér áskrift að bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather um síðustu helgi náðu að sjá bardagann og þeir hinir sömu eru skiljanlega brjálaðir.

Skipuleggjendur vissu sem vel að ásóknin í að kaupa sér aðgang að bardaganum á laugardaginn yrði mikill en þrátt fyrir það réðu kerfi þeirra ekki við álagið. Þeir báðu fólk vinsamlegast um að tryggja sér áskrift í tíma en það skilaði engu. Sumir sem keyptu áskrift í tíma lentu líka í vandræðum.

Hægt var að kaupa bardagann í gegnum kapalsjónvarp, á heimasíðu UFC sem og á heimasíðu Showtime. Vandræði urðu á öllum stöðum.

Verið er að rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis og bardaganum var aðeins seinkað á meðan verið var að finna út úr vandræðunum.

Margir hafa sótt um endurgreiðslu og þeir munu fá hana segir Showtime. Það kemur eitthvað við buddu bardagakappanna en þeir munu engu að síður labba burt með milljarða.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×