Toyota innkallar 314 Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 09:49 Toyota Hilux. Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent