Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 08:28 Þúsundir Houston-búa hafa þurft að yfirgefa heimili sín í vatnselgnum. Útgöngubanni hefur verið komið á til að koma í veg fyrir gripdeildir. Vísir/AFP Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48