Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 08:28 Þúsundir Houston-búa hafa þurft að yfirgefa heimili sín í vatnselgnum. Útgöngubanni hefur verið komið á til að koma í veg fyrir gripdeildir. Vísir/AFP Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48