Kristján Guðmunds: Ekkert mál að verjast fyrirgjöfum með fimm varnarmenn inni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. september 2017 16:25 Kristján Guðmundsson var sáttur með sína menn í dag. VÍSIR/eyþór „Þetta var vel spilað hjá strákunum. Við vorum einbeittir á að framkvæma það sem við ætluðum að gera, spiluðum boltanum í þau svæði sem við vildum í uppspilinu. Náðum að nýta leikmennina mjög vel og þeirra eiginleika, og varnarleikurinn var mjög góður líka,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á KR í Pepsi deildinni í dag. ÍBV vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur, sem kom þeim upp úr fallsæti á markatölu. „Það eru fjórir leikir eftir. Við skoðum að sjálfsögðu töfluna þegar þetta er búið, en þetta hjálpar verulega upp á sálartitrið, það er engin spurning með það.“ „Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að vinna fleiri leiki en bara þennan,“ bætir Kristján við. Eyjamenn spiluðu vel í dag, en KR-ingar áttu einnig frekar slæman dag. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr hjá sínu liðið sagði Kristján: „Fyrst og fremst, samheldni og einbeiting. Við duttum aldrei í það að hugsa um einhverja hluti sem við réðum ekki við, eitthvað sem við höfðum ekki áhrif á. Varnarleikurinn mjög þéttur og sóknarloturnar fínar.“ „Mjög gott að skora eftir fast leikatriði, það var einn af þeim punktum sem við fórum með inn í leikinn.“ Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í Eyjum 15. júní síðast liðinn, endaði líka með sigri ÍBV. Hefur Kristján Guðmundsson fundið uppskriftina af því að sigra Vesturbæinga? „Í fyrri leiknum þá settum við höfuðáherslu á að skora úr föstum leikatriðum og það gerðum við að mig minnir tvisvar þar. Náðum að loka á sóknarleik þeirra. Við spiluðum aðeins öðruvísi núna varnarleikinn þá þó við höfum verið nánast í sömu uppstillingu. Reyndum að vinna þá inn í önnur svæði heldur en í fyrri leiknum og það tókst mjög vel og við unnum boltann á þeim stöðum sem við vildum vinna hann.“ „Að verjast fyrirgjöfum með fimm menn inni, það er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
„Þetta var vel spilað hjá strákunum. Við vorum einbeittir á að framkvæma það sem við ætluðum að gera, spiluðum boltanum í þau svæði sem við vildum í uppspilinu. Náðum að nýta leikmennina mjög vel og þeirra eiginleika, og varnarleikurinn var mjög góður líka,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á KR í Pepsi deildinni í dag. ÍBV vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur, sem kom þeim upp úr fallsæti á markatölu. „Það eru fjórir leikir eftir. Við skoðum að sjálfsögðu töfluna þegar þetta er búið, en þetta hjálpar verulega upp á sálartitrið, það er engin spurning með það.“ „Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að vinna fleiri leiki en bara þennan,“ bætir Kristján við. Eyjamenn spiluðu vel í dag, en KR-ingar áttu einnig frekar slæman dag. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr hjá sínu liðið sagði Kristján: „Fyrst og fremst, samheldni og einbeiting. Við duttum aldrei í það að hugsa um einhverja hluti sem við réðum ekki við, eitthvað sem við höfðum ekki áhrif á. Varnarleikurinn mjög þéttur og sóknarloturnar fínar.“ „Mjög gott að skora eftir fast leikatriði, það var einn af þeim punktum sem við fórum með inn í leikinn.“ Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í Eyjum 15. júní síðast liðinn, endaði líka með sigri ÍBV. Hefur Kristján Guðmundsson fundið uppskriftina af því að sigra Vesturbæinga? „Í fyrri leiknum þá settum við höfuðáherslu á að skora úr föstum leikatriðum og það gerðum við að mig minnir tvisvar þar. Náðum að loka á sóknarleik þeirra. Við spiluðum aðeins öðruvísi núna varnarleikinn þá þó við höfum verið nánast í sömu uppstillingu. Reyndum að vinna þá inn í önnur svæði heldur en í fyrri leiknum og það tókst mjög vel og við unnum boltann á þeim stöðum sem við vildum vinna hann.“ „Að verjast fyrirgjöfum með fimm menn inni, það er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00