Stærsti jarðskjálfti í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Í Mexíkóborg mátti greinilega sjá tjónið sem skjálftinn olli. Nordicphotos/AFP Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira