Tvær milljónir Peugeot og Citroën dísilbíla með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2017 13:58 PSA Peugeot Citroën er líklega ekki í góðum málum hvað varðar dísilbíla sína. Svo virðist sem fleiri bílaframleiðendur en Volkswagen hafi óhreint mjöl í pokahorninu er kemur að dísilbílum þeirra. Rannsókn sem staðið hefur yfir í Frakklandi á dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën hefur leitt í ljós að fyrirtækin tvö framleiddu hátt í 2 milljónir bíla með svindlhugbúnaði. Þessi hugbúnaður virkar í grófum dráttum eins og svindlhugbúnaður Volkswagen þannig að við prófanir sýna bílarnir lága NOx mengun, en margfalda mengun í daglegum akstri. Rannsóknarteymið hefur undir höndum skjal frá PSA Peugeot Citroën þar sem rætt er um þörfina á að gera svindlhugbúnaðinn minna sýnilegan og augljósari. Vart ætti að þurfa meiri sannanir úr herbúðum PSA. Fyrir frönskum dómstólum liggja nú kærur á hendur bílaframleiðendunum Volkswagen, Renault, Fiat Chrysler og nú síðast PSA Peugeot Citroën og aldrei að vita nema þeim muni fjölga enn. PSA neitar öllum ásökunum, en ekki er víst að það komi fyrirtækinu til góða er framí sækir. Hlutabréf í PSA Peugeot Citroën lækkuðu um 4,4% í kauphöllinni í París við þessar fréttir. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Svo virðist sem fleiri bílaframleiðendur en Volkswagen hafi óhreint mjöl í pokahorninu er kemur að dísilbílum þeirra. Rannsókn sem staðið hefur yfir í Frakklandi á dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën hefur leitt í ljós að fyrirtækin tvö framleiddu hátt í 2 milljónir bíla með svindlhugbúnaði. Þessi hugbúnaður virkar í grófum dráttum eins og svindlhugbúnaður Volkswagen þannig að við prófanir sýna bílarnir lága NOx mengun, en margfalda mengun í daglegum akstri. Rannsóknarteymið hefur undir höndum skjal frá PSA Peugeot Citroën þar sem rætt er um þörfina á að gera svindlhugbúnaðinn minna sýnilegan og augljósari. Vart ætti að þurfa meiri sannanir úr herbúðum PSA. Fyrir frönskum dómstólum liggja nú kærur á hendur bílaframleiðendunum Volkswagen, Renault, Fiat Chrysler og nú síðast PSA Peugeot Citroën og aldrei að vita nema þeim muni fjölga enn. PSA neitar öllum ásökunum, en ekki er víst að það komi fyrirtækinu til góða er framí sækir. Hlutabréf í PSA Peugeot Citroën lækkuðu um 4,4% í kauphöllinni í París við þessar fréttir.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent