Ólafía í níunda sæti þegar keppni hefst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 11:36 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á meðal tíu efstu kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi á Indy Women In Tech Championship mótinu sem fer nú fram í Indiana í Bandaríkjunum. Eftir að hafa fengið skolla á þriðju holu sinni í gær spilaði hún eins og engill og fékk sex fugla og níu pör á síðustu fimmtán holunum sínum. Það er mikið í húfi fyrir Ólafíu í dag þar sem að aðeins þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá verðlaunafé. Ólafía er sem stendur í 106. sæti peningalistans en 100 efstu endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í þriðja sæti heimslistans og efsta sæti peningalistans, er í forystu eftir fyrsta keppnisdag eftir að hafa spilað á 63 höggum í dag, níu höggum undir pari vallarins. Thompson fékk í gær ellefu fugla og tvo skolla. Ólafía á rástíma klukkan 11.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gengi hennar á heimasíðu LPGA-síðunnar. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 19.00 í kvöld. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á meðal tíu efstu kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi á Indy Women In Tech Championship mótinu sem fer nú fram í Indiana í Bandaríkjunum. Eftir að hafa fengið skolla á þriðju holu sinni í gær spilaði hún eins og engill og fékk sex fugla og níu pör á síðustu fimmtán holunum sínum. Það er mikið í húfi fyrir Ólafíu í dag þar sem að aðeins þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá verðlaunafé. Ólafía er sem stendur í 106. sæti peningalistans en 100 efstu endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í þriðja sæti heimslistans og efsta sæti peningalistans, er í forystu eftir fyrsta keppnisdag eftir að hafa spilað á 63 höggum í dag, níu höggum undir pari vallarins. Thompson fékk í gær ellefu fugla og tvo skolla. Ólafía á rástíma klukkan 11.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gengi hennar á heimasíðu LPGA-síðunnar. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 19.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira