Irma ógnar allt að 26 milljónum manna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eyjarskeggjar á Saint-Martin virtu í gær fyrir sér rústirnar sem Irma skildi eftir. Nordicphotos/AFP Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar. Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar.
Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira