250 nýir styrktarforeldrar og vefsíða ABC barnahjálpar hrundi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2017 14:40 Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega árið 2009 og gerði honum kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða. ABC barnahjálp hefur fengið aukinn stuðning eftir umfjöllun Ísland í dag um heimsókn Amis Agaba til Íslands. „Vefurinn náði ekki að vinna úr öllum skráningunum og traffíkinni á síðunni okkar,“ segir Sigurlín Sigurjónsdóttir starfsmaður ABC barnahjálp á Íslandi. Nokkur hundruð heimsóttu síðuna strax eftir umfjöllun í Ísland í dag á mánudag. Þar var sýnt frá hjartnæmri stund þegar Amis Agaba hitti Köru Rut Hanssen en hún hefur stutt við hann í gegnum ABC barnahjálp undarfarin níu ár.Snortinn yfir viðbrögðunum „Í kringum 250 börn hafa fengið skráningu og það eru enn að bætast stuðningsaðilar í hópinn. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigurlín. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, þrátt fyrir að það sé aðeins fjögurra ára aldursmunur á þeim. Amis er nú 23 ára og á skólastyrk í háskóla í Malmö og segist hann eiga henni allt að þakka. Saga Amis hreyfði við áhorfendum enda einstaklega fallegt að sjá hann fá draum sinn uppfylltan og hitta loksins Köru. Margir tóku ákvörðun um að gerast styrktarsforeldrar í kjölfarið og segir Sigurlín að þessi ótrúlegu viðbrögð hafi komið á óvart en fyrir voru í kringum 4000 styrktarforeldrar á skrá hjá ABC barnahjálp. „Við áttum von á viðbrögðum en ekki svona miklum.“Hér má sjá innslag Ísland í dagÞað var ABC barnahjálp sem kom Amis í samband við Köru og heimsótti hann skrifstofuna aftur áður en hann fór heim til Svíþjóðar. „Hann kom hérna og var mjög snortinn yfir þessum viðbrögðum og yfir því að fá að hitta stuðningsaðilann sinn. Við bara vonum að það verði meira um þetta með tímanum að stuðningsaðilar fái fréttir af því barni sem það hefur verið að styrkja.“Þakklát fyrir stuðninginn Sigurlín segir að ABC barnahjálp sé með margar sögur af því hvernig börnunum gengur í lífinu. Amis er fyrstur til þess að koma til Íslands til þess að hitta styrktarforeldri. Sigurlín segir þó mörg dæmi um að styrktarforeldrar fari og heimsæki barnið sem þau eru að styrkja. Styrktarforeldrar greiða mánaðarlega en svo eru líka einhverjir sem velja að styrkja frekar neyðarsjóðinn um einhverja tiltekna upphæð. Neyðarsjóðurinn er nýttur í uppbyggingu og fleiri verkefni á þeim svæðum sem ABC barnahjálp starfar á.Margir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar eftir að hafa horft á innslag Ísland í dag Sigurlín hvetur stuðningsaðila til þess að hafa samband rafrænt eða í gegnum síma ef þeir vilja vita meira, til dæmis um barnið sem það hefur verið að styrkja í gegnum árin. „Við erum þakklát þeim sem skráðu sig og horfðu á þáttinn og þeim sem eru stuðningsaðilar í dag og hafa verið til margra ára.Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa stuðningsaðila og velunnara okkar.“ Tengdar fréttir Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
ABC barnahjálp hefur fengið aukinn stuðning eftir umfjöllun Ísland í dag um heimsókn Amis Agaba til Íslands. „Vefurinn náði ekki að vinna úr öllum skráningunum og traffíkinni á síðunni okkar,“ segir Sigurlín Sigurjónsdóttir starfsmaður ABC barnahjálp á Íslandi. Nokkur hundruð heimsóttu síðuna strax eftir umfjöllun í Ísland í dag á mánudag. Þar var sýnt frá hjartnæmri stund þegar Amis Agaba hitti Köru Rut Hanssen en hún hefur stutt við hann í gegnum ABC barnahjálp undarfarin níu ár.Snortinn yfir viðbrögðunum „Í kringum 250 börn hafa fengið skráningu og það eru enn að bætast stuðningsaðilar í hópinn. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigurlín. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, þrátt fyrir að það sé aðeins fjögurra ára aldursmunur á þeim. Amis er nú 23 ára og á skólastyrk í háskóla í Malmö og segist hann eiga henni allt að þakka. Saga Amis hreyfði við áhorfendum enda einstaklega fallegt að sjá hann fá draum sinn uppfylltan og hitta loksins Köru. Margir tóku ákvörðun um að gerast styrktarsforeldrar í kjölfarið og segir Sigurlín að þessi ótrúlegu viðbrögð hafi komið á óvart en fyrir voru í kringum 4000 styrktarforeldrar á skrá hjá ABC barnahjálp. „Við áttum von á viðbrögðum en ekki svona miklum.“Hér má sjá innslag Ísland í dagÞað var ABC barnahjálp sem kom Amis í samband við Köru og heimsótti hann skrifstofuna aftur áður en hann fór heim til Svíþjóðar. „Hann kom hérna og var mjög snortinn yfir þessum viðbrögðum og yfir því að fá að hitta stuðningsaðilann sinn. Við bara vonum að það verði meira um þetta með tímanum að stuðningsaðilar fái fréttir af því barni sem það hefur verið að styrkja.“Þakklát fyrir stuðninginn Sigurlín segir að ABC barnahjálp sé með margar sögur af því hvernig börnunum gengur í lífinu. Amis er fyrstur til þess að koma til Íslands til þess að hitta styrktarforeldri. Sigurlín segir þó mörg dæmi um að styrktarforeldrar fari og heimsæki barnið sem þau eru að styrkja. Styrktarforeldrar greiða mánaðarlega en svo eru líka einhverjir sem velja að styrkja frekar neyðarsjóðinn um einhverja tiltekna upphæð. Neyðarsjóðurinn er nýttur í uppbyggingu og fleiri verkefni á þeim svæðum sem ABC barnahjálp starfar á.Margir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar eftir að hafa horft á innslag Ísland í dag Sigurlín hvetur stuðningsaðila til þess að hafa samband rafrænt eða í gegnum síma ef þeir vilja vita meira, til dæmis um barnið sem það hefur verið að styrkja í gegnum árin. „Við erum þakklát þeim sem skráðu sig og horfðu á þáttinn og þeim sem eru stuðningsaðilar í dag og hafa verið til margra ára.Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa stuðningsaðila og velunnara okkar.“
Tengdar fréttir Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06