Kia með rafbílasýningu Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 14:02 Kia Niro Plug-In-Hybrid. Kia býður til rafbílasýningar í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 nk. laugardag kl. 12-16. Sýndir verða rafbílar sem og bílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni en Kia línan telur nú 5 gerðir raf-, tvinn-, og tengiltvinnbíla. Frumsýndir verða tveir nýir bílar en Niro Plug-in Hybrid og Optima Sportswagon Plug in Hybrid eru nýjastir í línu Kia. Einnig verða til sýnis aðrir raf-, hybrid- og Plug-in Hybrid bílar frá Kia en þeir eru Kia Soul EV sem nú er kynntur með enn betri drægni en áður, Niro Hybrid og Optima PHEV. ,,Þetta eru á margan hátt ólíkir bílar en eiga það sameiginlegt að vera umhverfismildir og sparneytnir. Vinsældir raf- og tvinn bíla hafa aukist mjög að undanförnu og fólk er sífellt að átta sig betur á því að kostir umhverfismildra bíla eru fjölmargir. Við erum virkilega spennt að kynna þessa flottu línu betur fyrir fólki, en söluráðgjafar okkar munu svara öllum spurningum viðskiptavina” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia Soul EV er hreinn rafbíll með 111 hestafla rafmótor og drægni upp á 250 km við bestu aðstæður. Optima Sportswagon Plug-in Hybrid er með 2 lítra bensínvél og rafmótor en tengiltvinnvélin skilar samanlagt 205 hestöflum og eyðslan er aðeins frá 1,4 lítrum. Niro Plug-in Hybrid er með 1,6 lítra bensínvél og rafmótor sem skila 141 hestafli. Eyðslan er frá 3,1 lítrum. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Kia býður til rafbílasýningar í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 nk. laugardag kl. 12-16. Sýndir verða rafbílar sem og bílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni en Kia línan telur nú 5 gerðir raf-, tvinn-, og tengiltvinnbíla. Frumsýndir verða tveir nýir bílar en Niro Plug-in Hybrid og Optima Sportswagon Plug in Hybrid eru nýjastir í línu Kia. Einnig verða til sýnis aðrir raf-, hybrid- og Plug-in Hybrid bílar frá Kia en þeir eru Kia Soul EV sem nú er kynntur með enn betri drægni en áður, Niro Hybrid og Optima PHEV. ,,Þetta eru á margan hátt ólíkir bílar en eiga það sameiginlegt að vera umhverfismildir og sparneytnir. Vinsældir raf- og tvinn bíla hafa aukist mjög að undanförnu og fólk er sífellt að átta sig betur á því að kostir umhverfismildra bíla eru fjölmargir. Við erum virkilega spennt að kynna þessa flottu línu betur fyrir fólki, en söluráðgjafar okkar munu svara öllum spurningum viðskiptavina” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia Soul EV er hreinn rafbíll með 111 hestafla rafmótor og drægni upp á 250 km við bestu aðstæður. Optima Sportswagon Plug-in Hybrid er með 2 lítra bensínvél og rafmótor en tengiltvinnvélin skilar samanlagt 205 hestöflum og eyðslan er aðeins frá 1,4 lítrum. Niro Plug-in Hybrid er með 1,6 lítra bensínvél og rafmótor sem skila 141 hestafli. Eyðslan er frá 3,1 lítrum.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent