RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2017 14:00 Adolf Ingi Erlingsson starfaði hjá RÚV í 22 ár. Hann var rekinn árið 2013 og höfðaði í kjölfarið mál vegna eineltis sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hér er hann að störfum á EM í handbolta í Austurríki árið 2010. vísir Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47