Sjö óáreiðanlegustu jepparnir Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 10:43 Chevrolet Suburban. Samkvæmt áreiðanleikakönnun JD Power eru þessir 7 jeppar þeir óáreiðanlegustu og bila mest. Í lægsta sætinu er Chevrolet Suburban/GMC Yukon XL, sem í grunninn er einn og sami bíllinn. Þessir bílar fengu aðeins eitt af mögulegum fimm stigum í könnun JD Power. Jeep Cherokee.Í næstneðsta sætinu er Jeep Cherokee og fær að auki lægsta skorið er kemur að vélbúnaði og tæknibúnaði og fær meðaleinkunn hvað varðar innréttingu. Það er 2014 árgerðin sem fær lægstu einkunnina, en 2017 árgerðin er samkvæmt mælingum JD Power nokkru skárri, en skorar þó undir meðallagi og fær 2 stig af 5 mögulegum. Jeep Grand Cherokee.Jeep Grand Cherokee fær þriðju neðstu einkunnina, ekki síst vegna tíðra bilana í vélbúnaði, en einnig vegna tæknibúnaðar. Hann fær þó öllu hærri einkunn en Jeep Cherokee hvað varðar innréttingu. Hann fær þó aðeins 1 stig af 5 fyrir heildaráreiðanleika. Nissan Pathfinder.Nissan Pathfinder fær einkunn fyrir neðan meðaltal hvað varðar vélbúnað og gæði innréttingar, en skorar þó þokkalega er kemur að tæknibúnaði. Pathfinder fær þó 1 af 5 fyrir áreiðanleika gegnum árin og hafa gallar í sjálfskiptingu verið tíðir í þessum bíl.Infinity QX60.Infinity QX60 fær ekki ósvipaða einkunn og Pathfinder og telst slíkt vart gott fyrir bíl sem falla á í lúxusflokk, en Infinity er lúxusbílaarmur Nissan. Enn á ný eru það tíðar bilanir í vélbunaði og frágangi á innréttingu. Einnig hafa tíð vandamál með sjálfskiptingu bílsins dregið hann niður. Þó á 2017 árgerðin að vera öllu skárri, en er þó fyrir neðan meðaltalið. Range Rover Sport.Range Rover Sport fær furðu slaka einkunn og tíðar vélarbilanir draga hann niður. Hann fær þó meðaleinkunn hvað flesta aðra þætti varðar. Range Rover Sport fær þó aðeins 1 af 5 hvað varðar sögulegan áreiðanleika, sem og núverandi. Hann fellur í þann vafasama flokk að teljast einn af 10 verstu bílum af árgerð 2017. Ekki góð einkunn það fyrir dýran bíl. Dodge RAM 2500.Dodge RAM pallbíllinn fær afleita einkunn. Bæði á það við 2500 og 3500 gerðir bílsins og er áreiðanleiki þeirra, bæði í sögulegu samhengi og hvað varðar núverandi gerðir hans, afleitur. Það eru ekki síst tíðar bilanir í fjöðrun og eldsneytiskerfi bílanna sem draga hann svo mikið niður. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður
Samkvæmt áreiðanleikakönnun JD Power eru þessir 7 jeppar þeir óáreiðanlegustu og bila mest. Í lægsta sætinu er Chevrolet Suburban/GMC Yukon XL, sem í grunninn er einn og sami bíllinn. Þessir bílar fengu aðeins eitt af mögulegum fimm stigum í könnun JD Power. Jeep Cherokee.Í næstneðsta sætinu er Jeep Cherokee og fær að auki lægsta skorið er kemur að vélbúnaði og tæknibúnaði og fær meðaleinkunn hvað varðar innréttingu. Það er 2014 árgerðin sem fær lægstu einkunnina, en 2017 árgerðin er samkvæmt mælingum JD Power nokkru skárri, en skorar þó undir meðallagi og fær 2 stig af 5 mögulegum. Jeep Grand Cherokee.Jeep Grand Cherokee fær þriðju neðstu einkunnina, ekki síst vegna tíðra bilana í vélbúnaði, en einnig vegna tæknibúnaðar. Hann fær þó öllu hærri einkunn en Jeep Cherokee hvað varðar innréttingu. Hann fær þó aðeins 1 stig af 5 fyrir heildaráreiðanleika. Nissan Pathfinder.Nissan Pathfinder fær einkunn fyrir neðan meðaltal hvað varðar vélbúnað og gæði innréttingar, en skorar þó þokkalega er kemur að tæknibúnaði. Pathfinder fær þó 1 af 5 fyrir áreiðanleika gegnum árin og hafa gallar í sjálfskiptingu verið tíðir í þessum bíl.Infinity QX60.Infinity QX60 fær ekki ósvipaða einkunn og Pathfinder og telst slíkt vart gott fyrir bíl sem falla á í lúxusflokk, en Infinity er lúxusbílaarmur Nissan. Enn á ný eru það tíðar bilanir í vélbunaði og frágangi á innréttingu. Einnig hafa tíð vandamál með sjálfskiptingu bílsins dregið hann niður. Þó á 2017 árgerðin að vera öllu skárri, en er þó fyrir neðan meðaltalið. Range Rover Sport.Range Rover Sport fær furðu slaka einkunn og tíðar vélarbilanir draga hann niður. Hann fær þó meðaleinkunn hvað flesta aðra þætti varðar. Range Rover Sport fær þó aðeins 1 af 5 hvað varðar sögulegan áreiðanleika, sem og núverandi. Hann fellur í þann vafasama flokk að teljast einn af 10 verstu bílum af árgerð 2017. Ekki góð einkunn það fyrir dýran bíl. Dodge RAM 2500.Dodge RAM pallbíllinn fær afleita einkunn. Bæði á það við 2500 og 3500 gerðir bílsins og er áreiðanleiki þeirra, bæði í sögulegu samhengi og hvað varðar núverandi gerðir hans, afleitur. Það eru ekki síst tíðar bilanir í fjöðrun og eldsneytiskerfi bílanna sem draga hann svo mikið niður.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður