Leiðtogar íslenska liðsins hugsa sinn gang og gáfu ekkert út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2017 06:00 Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson á ferðinni í leiknum gegn Finnlandi í gær. Óvíst er hvort þetta var hans síðasti landsleikur. vísir/epa Ungu strákarnir og þjálfarinn Craig Pedersen vonast eftir því að þeir Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson haldi áfram með íslenska landsliðinu og að lokaleikur Íslands á EM í Helsinki í gær verði ekki síðasti leikur þessara miklu leiðtoga og frábæru leikmanna með íslenska körfuboltalandsliðinu. Það voru hins vegar engar stórar yfirlýsingar í fjölmiðlaviðtölum eftir leikinn í Hartwall Arena í gærkvöldi. Íslenska liðið stóð sig frábærlega á móti Finnum í gær og var um tíma níu stigum yfir eftir að liðið hélt Finnum stigalausum í meira en sex mínútur samfellt. „Þetta var vörnin sem við vorum búnir að bíða eftir. Það er rosalega pirrandi að það sé ekki nóg og að hugsa til þess að við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Martin Hermannsson eftir leikinn. Finnarnir áttu hins vegar svör í lokin og voru með hinn tvítuga Lauri Markkanen sem var íslenska liðinu mjög erfiður í þessum leik með 23 stig á 23 mínútum. Finnar unnu leikinn á endanum með fjórum stigum, 83-79. „Þetta er hrikalega sárt tap og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði niðurbrotinn Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær. „Ég verð örugglega léttari á morgun en það jákvæða sem maður finnur fyrir núna er stemningin í höllinni og hvernig liðið spilaði og lagði sig fram í dag. Við vorum nálægt því að ná sigri,“ sagði Jón. Íslenska liðið brotnaði ekki og hikaði aldrei í gær eins og oft áður í mótinu og Finnar, sem eru með annað besta lið riðilsins, gátu þakkað fyrir að boltinn og dómarar féllu með þeim í lokin. „Ég er bara svo ótrúlega svekktur að ná ekki að landa sigrinum fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir þessu allan þennan tíma. Ég get samt ekki annað en verið ótrúlega ánægður með þennan leik,“ sagði Jón Arnór. En hvað með mótið?Jón Arnór verst Lauri Markkanen.vísir/epa„Ég er búinn að gleyma leikjunum á undan og hugsa bara um þennan leik og hvað var gaman að spila með mínum liðsfélögum í dag og fyrir framan þessa ótrúlegu áhorfendur,“ sagði Jón. En hvað með framhaldið með landsliðinu? „Ef ég er ennþá nógu góður þá kemur alveg til greina að ég verði með. Þessir gluggar heilla og það er meira vit í því að vera með en ekki. Það bara kemur í ljós. Ég tek smá tíma eftir þetta mót og hugsa minn gang,“ sagði Jón Arnór og á þá við tvö landsleikjahlé á komandi tímabili í nóvember og febrúar. Hlynur svaraði á svipuðum nótum og það var að heyra á Loga Gunnarssyni að hann vildi spila áfram. „Við erum ekkert að yngjast og það kemur að þessum kynslóðarskiptum. Við eigum samt alveg nóg að gefa þessu liði,“ sagði Jón. Martin Hermannsson var bæði stigahæstur (12,8) og stoðsendingahæstur (4,8) hjá íslenska liðinu á mótinu og hann vill sjá reynsluboltana halda áfram. „Ég vil halda í þessa gömlu eins lengi og hægt er. Það sást í dag að Jón Arnór er ennþá með þvílík gæði, baráttán hans Hlyns smitar endanlaust út frá sér og þótt að Logi spilaði ekki mikið þá er það gott fyrir sálina að hafa hann á bekknum. Hann hjálpar okkur ungu leikmönnunum mikið,“ sagði Martin. Haukur Helgi Pálsson, næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í Helsinki, talaði á svipuðum nótum. „Það er líklega ákveðin kynslóðarskipti í gangi þótt ég myndi helst ekki vilja það. Mér finnst geggjað að spila með þessum strákum og sérstaklega þessum eldri. Maður á alltaf að spila á besta liðinu sama þótt séu orðnir fertugir. Ef þeir betri en einhverjir aðrir þá er það bara þannig. Við erum samt með flotta unga stráka sem eru að koma upp,“ sagði Haukur. Landsliðsþjálfarinn Cragi Pedersen vonast líka eftir því að Jón og Hlynur taki slaginn áfram. „Það er best að þeir fái smá tíma til að meta stöðuna og finni réttu tilfinninguna. Það er rangur tími að spyrja þá núna en ég vona að þeir haldi áfram. Þeir eru leiðtogarnir í liðinu og þegar liðið lendir í mótlæti þá eru það þeir sem sýna réttu leiðina,“ sagði Craig. Jón Arnór og Hlynur ætla að taka sér sinn tíma í þessa stóru ákvörðun. Hver veit nema að sigur í gærkvöldi hefði verið réttur tímapunktur til að kveðja en það breytir ekki því að það eru forréttindi fyrir okkur Íslendinga að sjá þessa miklu höfðingja klæðast landsliðstreyjunni. Hver veit nema að við sjáum meira af þeim í númerum 8 og 9 í nóvember og febrúar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Hörður Axel: Stoltur af okkur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag. 6. september 2017 20:46 Martin: Mátti ekki anda á Markkanen Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:46 Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin 6. september 2017 13:47 Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. 6. september 2017 22:12 Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið. 6. september 2017 22:19 Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77 6. september 2017 16:23 Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld. 6. september 2017 23:03 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Ungu strákarnir og þjálfarinn Craig Pedersen vonast eftir því að þeir Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson haldi áfram með íslenska landsliðinu og að lokaleikur Íslands á EM í Helsinki í gær verði ekki síðasti leikur þessara miklu leiðtoga og frábæru leikmanna með íslenska körfuboltalandsliðinu. Það voru hins vegar engar stórar yfirlýsingar í fjölmiðlaviðtölum eftir leikinn í Hartwall Arena í gærkvöldi. Íslenska liðið stóð sig frábærlega á móti Finnum í gær og var um tíma níu stigum yfir eftir að liðið hélt Finnum stigalausum í meira en sex mínútur samfellt. „Þetta var vörnin sem við vorum búnir að bíða eftir. Það er rosalega pirrandi að það sé ekki nóg og að hugsa til þess að við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Martin Hermannsson eftir leikinn. Finnarnir áttu hins vegar svör í lokin og voru með hinn tvítuga Lauri Markkanen sem var íslenska liðinu mjög erfiður í þessum leik með 23 stig á 23 mínútum. Finnar unnu leikinn á endanum með fjórum stigum, 83-79. „Þetta er hrikalega sárt tap og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði niðurbrotinn Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær. „Ég verð örugglega léttari á morgun en það jákvæða sem maður finnur fyrir núna er stemningin í höllinni og hvernig liðið spilaði og lagði sig fram í dag. Við vorum nálægt því að ná sigri,“ sagði Jón. Íslenska liðið brotnaði ekki og hikaði aldrei í gær eins og oft áður í mótinu og Finnar, sem eru með annað besta lið riðilsins, gátu þakkað fyrir að boltinn og dómarar féllu með þeim í lokin. „Ég er bara svo ótrúlega svekktur að ná ekki að landa sigrinum fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir þessu allan þennan tíma. Ég get samt ekki annað en verið ótrúlega ánægður með þennan leik,“ sagði Jón Arnór. En hvað með mótið?Jón Arnór verst Lauri Markkanen.vísir/epa„Ég er búinn að gleyma leikjunum á undan og hugsa bara um þennan leik og hvað var gaman að spila með mínum liðsfélögum í dag og fyrir framan þessa ótrúlegu áhorfendur,“ sagði Jón. En hvað með framhaldið með landsliðinu? „Ef ég er ennþá nógu góður þá kemur alveg til greina að ég verði með. Þessir gluggar heilla og það er meira vit í því að vera með en ekki. Það bara kemur í ljós. Ég tek smá tíma eftir þetta mót og hugsa minn gang,“ sagði Jón Arnór og á þá við tvö landsleikjahlé á komandi tímabili í nóvember og febrúar. Hlynur svaraði á svipuðum nótum og það var að heyra á Loga Gunnarssyni að hann vildi spila áfram. „Við erum ekkert að yngjast og það kemur að þessum kynslóðarskiptum. Við eigum samt alveg nóg að gefa þessu liði,“ sagði Jón. Martin Hermannsson var bæði stigahæstur (12,8) og stoðsendingahæstur (4,8) hjá íslenska liðinu á mótinu og hann vill sjá reynsluboltana halda áfram. „Ég vil halda í þessa gömlu eins lengi og hægt er. Það sást í dag að Jón Arnór er ennþá með þvílík gæði, baráttán hans Hlyns smitar endanlaust út frá sér og þótt að Logi spilaði ekki mikið þá er það gott fyrir sálina að hafa hann á bekknum. Hann hjálpar okkur ungu leikmönnunum mikið,“ sagði Martin. Haukur Helgi Pálsson, næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í Helsinki, talaði á svipuðum nótum. „Það er líklega ákveðin kynslóðarskipti í gangi þótt ég myndi helst ekki vilja það. Mér finnst geggjað að spila með þessum strákum og sérstaklega þessum eldri. Maður á alltaf að spila á besta liðinu sama þótt séu orðnir fertugir. Ef þeir betri en einhverjir aðrir þá er það bara þannig. Við erum samt með flotta unga stráka sem eru að koma upp,“ sagði Haukur. Landsliðsþjálfarinn Cragi Pedersen vonast líka eftir því að Jón og Hlynur taki slaginn áfram. „Það er best að þeir fái smá tíma til að meta stöðuna og finni réttu tilfinninguna. Það er rangur tími að spyrja þá núna en ég vona að þeir haldi áfram. Þeir eru leiðtogarnir í liðinu og þegar liðið lendir í mótlæti þá eru það þeir sem sýna réttu leiðina,“ sagði Craig. Jón Arnór og Hlynur ætla að taka sér sinn tíma í þessa stóru ákvörðun. Hver veit nema að sigur í gærkvöldi hefði verið réttur tímapunktur til að kveðja en það breytir ekki því að það eru forréttindi fyrir okkur Íslendinga að sjá þessa miklu höfðingja klæðast landsliðstreyjunni. Hver veit nema að við sjáum meira af þeim í númerum 8 og 9 í nóvember og febrúar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Hörður Axel: Stoltur af okkur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag. 6. september 2017 20:46 Martin: Mátti ekki anda á Markkanen Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:46 Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin 6. september 2017 13:47 Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. 6. september 2017 22:12 Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið. 6. september 2017 22:19 Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77 6. september 2017 16:23 Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld. 6. september 2017 23:03 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Hörður Axel: Stoltur af okkur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag. 6. september 2017 20:46
Martin: Mátti ekki anda á Markkanen Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:46
Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin 6. september 2017 13:47
Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. 6. september 2017 22:12
Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið. 6. september 2017 22:19
Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38
Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02
Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30
Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77 6. september 2017 16:23
Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld. 6. september 2017 23:03
Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti