Ól upp marga af bestu listamönnum Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2017 06:00 Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stýrt kórastarfi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í 50 ár. Hún hefur haft mikil áhrif á marga af fremstu listamönnum Íslands. vísir/stefán „Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira