Lifnar yfir Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2017 09:00 Ein af stóru hrygnunum sem veiddust í Mýrarkvísl. Mýrarkvísl er ein af þessum ám sem getur tekið vel við sér þegar hausta tekur en í henni geta legið laxar sem ná yfirstærð eins og í öðrum norðlenskum ám. Veiðin í Mýrarkvísl glæddist heldur betur síðustu daga þegar fór að rigna en veiðimaður sem var að ljúka veiðum í ánni í gær landaði fimm löxum þar af einni 84 cm og annari 86 cm hrygnu. Stærri laxar hafa tekið flugur veiðimanna en haft betur í þeirri baráttu eins og oft vill gerast. Það er farið að bóla aftur á stóru urriðunum á neðri svæðum árinnar sem hafa varla sést í sumar en urriðaveiðin hefur engu að síður verið góð. Einnig er gaman frá því að segja að það var byggð brú yfir gilið í sumar sem gerir aðgengi að góðum veiðistöðum ofarlega í gilinu mun betra en veiðistaðirnir í gilinu þykja með þeim skemmtilegri að veiða í ánni. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði
Mýrarkvísl er ein af þessum ám sem getur tekið vel við sér þegar hausta tekur en í henni geta legið laxar sem ná yfirstærð eins og í öðrum norðlenskum ám. Veiðin í Mýrarkvísl glæddist heldur betur síðustu daga þegar fór að rigna en veiðimaður sem var að ljúka veiðum í ánni í gær landaði fimm löxum þar af einni 84 cm og annari 86 cm hrygnu. Stærri laxar hafa tekið flugur veiðimanna en haft betur í þeirri baráttu eins og oft vill gerast. Það er farið að bóla aftur á stóru urriðunum á neðri svæðum árinnar sem hafa varla sést í sumar en urriðaveiðin hefur engu að síður verið góð. Einnig er gaman frá því að segja að það var byggð brú yfir gilið í sumar sem gerir aðgengi að góðum veiðistöðum ofarlega í gilinu mun betra en veiðistaðirnir í gilinu þykja með þeim skemmtilegri að veiða í ánni.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði