Kjöraðstæður fyrir fellibylji Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2017 17:15 Irma stefnir nú hraðbyr á Puerto Rico. Vísir/EPA Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt. Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt.
Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49