Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 16:00 Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en því var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi. Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. Í báðum fjölskyldum eru stúlkur sem eru fæddar á flótta, þær Haniye, 11 ára, og Mary, 8 ára. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Allt stefnir í að Haniye og Mary verði vísað úr landi á næstu dögum, Haniye ásamt föður sínum og Mary ásamt föður sínum og móður. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, segir að fjölskyldurnar séu báðar búnar að reyna allar mögulegar lagalegar leiðir hjá yfirvöldum en fengið hverja neitunina á fætur annarri. Senda á Haniye og föður hennar, Abrahim, til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, og Mary ásamt Joy, móður sinni, og Sunday, fóður sínum, til Nígeríu, þaðan sem þau flúðu en Mary hefur aldrei komið til heimalandsins. Sema segir að það sem sé sérstakt við þessi mál sé að báðar fjölskyldurnar eru í viðkvæmri stöðu.Fædd á flótta og ríkisfangslaus „Eins og til dæmis með Haniye sem er fædd á flótta og hefur verið á flótta allt sitt líf. Hún er ríkisfangslaus og er hér með einstæðum föður sínum þar sem móðir hennar yfirgaf þau þegar hún var eins árs. Sagan hennar er í raun ótrúleg, þessi barátta fyrir hennar lífi og framtíð, og svona hlutir hafa auðvitað áhrif. Það hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á það að hún þjáist af mjög alvarlegum andlegum veikindum og er þess vegna metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Það sama á við um pabba hennar þar sem hann er bæklaður á fæti og er í raun núna að fá læknismeðferð í fyrsta sinn því hann fékk enga meðferð á meðan hann var á flótta,“ segir Sema í samtali við Vísi. Sema segir það ótrúlegt að yfirvöld skuli nota Dyflinnarreglugerðina því það sé valkvæð heimild að senda fólk úr landi á grundvelli hennar, það er að segja stjórnvöldum er ekki skylt að beita þessari heimild. Að auki verða aðstæður feðginanna í Þýskalandi ekki sambærilegar við það sem er hér á landi.Sema Erla Serdar er stofnandi samtakanna Solaris. Vísir/Eyþór„Þjóðverjar hafa náttúrulega lagt mjög mikið til málanna þegar kemur að því að taka á móti flóttamönnum. Það er því gríðarlega mikið af flóttafólki í Þýskalandi og þýska kerfið ræður ekki við það. Þannig að við erum að rífa þau úr þessu öryggi. Þau eru með þak yfir höfuðið hér en við vitum ekkert hvað verður um þau í Þýskalandi. Í versta falli verða þau send aftur til Afganistan,“ segir Sema.„Það er verið að senda þessi börn aftur á flótta“ Hún segir að stjórnvöld gætu farið ýmsar leiðir við að veita fjölskyldunum tveimur hæli hér á landi. Þannig væri hægt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum og veita Sunday dvalarleyfi á þeim forsendum að hann er hér með atvinnu. Hann flúði pólitískar ofsóknir í Nígeríu og Joy, kona hans, er fórnarlamb mansals. „Saga þeirra er átakanleg líka, ofbeldið, hótanirnar og áföllin sem þau hafa upplifað síðustu áratugi er bara ótrúlega. Við erum bara komin á mjög alvarlegan stað í málefnum fólks á flótta ef við erum að taka börn, fórnarlömb mansals og bæklað fólk og senda þau úr landi. Ef þessir einstaklingar fá ekki grið frá yfirvöldum, ég spyr nú bara hver þá? Það eina sem feðurnir vilja er að börnin þeirra eigi möguleika á framtíð og eðlilegu lífi. Þau vilja sjá fyrir sér og eru ekki að biðja um neitt frá ríkinu annað en að fá að vera hér. Það er svo mikil grimmd í þessu og þetta er að gerast á vakt stjórnvalda og vakt ráðherra sem sýnir málaflokknum algjört afskiptaleysi,“ segir Sema og vísar þar í Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem hefur málefni hælisleitenda á sinni könnu. Sema segir augljóst að ekki sé verið að taka ákvarðanir þar sem hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi og að ekki sé aðeins verið að brjóta á mannréttindi þeirra heldur einnig útlendingalög. Í þeim eru einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu skilgreindir sem til dæmis fórnarlömb mansals, alvarlega veikir einstaklingar og einstæðir foreldrar með ung börn. „Það er verið að senda þessi börn aftur á flótta og það er ekki verið að tryggja þeim öryggi,“ segir Sema. Búið er að stofna til viðburðar á Facebook vegna mótmælanna sem verða eins og áður segir á laugardaginn. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Þá má taka fram að Vísir hefur í dag óskað eftir viðtali við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en ekki hefur náðst í ráðherra. Flóttamenn Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. Í báðum fjölskyldum eru stúlkur sem eru fæddar á flótta, þær Haniye, 11 ára, og Mary, 8 ára. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Allt stefnir í að Haniye og Mary verði vísað úr landi á næstu dögum, Haniye ásamt föður sínum og Mary ásamt föður sínum og móður. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, segir að fjölskyldurnar séu báðar búnar að reyna allar mögulegar lagalegar leiðir hjá yfirvöldum en fengið hverja neitunina á fætur annarri. Senda á Haniye og föður hennar, Abrahim, til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, og Mary ásamt Joy, móður sinni, og Sunday, fóður sínum, til Nígeríu, þaðan sem þau flúðu en Mary hefur aldrei komið til heimalandsins. Sema segir að það sem sé sérstakt við þessi mál sé að báðar fjölskyldurnar eru í viðkvæmri stöðu.Fædd á flótta og ríkisfangslaus „Eins og til dæmis með Haniye sem er fædd á flótta og hefur verið á flótta allt sitt líf. Hún er ríkisfangslaus og er hér með einstæðum föður sínum þar sem móðir hennar yfirgaf þau þegar hún var eins árs. Sagan hennar er í raun ótrúleg, þessi barátta fyrir hennar lífi og framtíð, og svona hlutir hafa auðvitað áhrif. Það hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á það að hún þjáist af mjög alvarlegum andlegum veikindum og er þess vegna metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Það sama á við um pabba hennar þar sem hann er bæklaður á fæti og er í raun núna að fá læknismeðferð í fyrsta sinn því hann fékk enga meðferð á meðan hann var á flótta,“ segir Sema í samtali við Vísi. Sema segir það ótrúlegt að yfirvöld skuli nota Dyflinnarreglugerðina því það sé valkvæð heimild að senda fólk úr landi á grundvelli hennar, það er að segja stjórnvöldum er ekki skylt að beita þessari heimild. Að auki verða aðstæður feðginanna í Þýskalandi ekki sambærilegar við það sem er hér á landi.Sema Erla Serdar er stofnandi samtakanna Solaris. Vísir/Eyþór„Þjóðverjar hafa náttúrulega lagt mjög mikið til málanna þegar kemur að því að taka á móti flóttamönnum. Það er því gríðarlega mikið af flóttafólki í Þýskalandi og þýska kerfið ræður ekki við það. Þannig að við erum að rífa þau úr þessu öryggi. Þau eru með þak yfir höfuðið hér en við vitum ekkert hvað verður um þau í Þýskalandi. Í versta falli verða þau send aftur til Afganistan,“ segir Sema.„Það er verið að senda þessi börn aftur á flótta“ Hún segir að stjórnvöld gætu farið ýmsar leiðir við að veita fjölskyldunum tveimur hæli hér á landi. Þannig væri hægt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum og veita Sunday dvalarleyfi á þeim forsendum að hann er hér með atvinnu. Hann flúði pólitískar ofsóknir í Nígeríu og Joy, kona hans, er fórnarlamb mansals. „Saga þeirra er átakanleg líka, ofbeldið, hótanirnar og áföllin sem þau hafa upplifað síðustu áratugi er bara ótrúlega. Við erum bara komin á mjög alvarlegan stað í málefnum fólks á flótta ef við erum að taka börn, fórnarlömb mansals og bæklað fólk og senda þau úr landi. Ef þessir einstaklingar fá ekki grið frá yfirvöldum, ég spyr nú bara hver þá? Það eina sem feðurnir vilja er að börnin þeirra eigi möguleika á framtíð og eðlilegu lífi. Þau vilja sjá fyrir sér og eru ekki að biðja um neitt frá ríkinu annað en að fá að vera hér. Það er svo mikil grimmd í þessu og þetta er að gerast á vakt stjórnvalda og vakt ráðherra sem sýnir málaflokknum algjört afskiptaleysi,“ segir Sema og vísar þar í Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem hefur málefni hælisleitenda á sinni könnu. Sema segir augljóst að ekki sé verið að taka ákvarðanir þar sem hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi og að ekki sé aðeins verið að brjóta á mannréttindi þeirra heldur einnig útlendingalög. Í þeim eru einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu skilgreindir sem til dæmis fórnarlömb mansals, alvarlega veikir einstaklingar og einstæðir foreldrar með ung börn. „Það er verið að senda þessi börn aftur á flótta og það er ekki verið að tryggja þeim öryggi,“ segir Sema. Búið er að stofna til viðburðar á Facebook vegna mótmælanna sem verða eins og áður segir á laugardaginn. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Þá má taka fram að Vísir hefur í dag óskað eftir viðtali við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en ekki hefur náðst í ráðherra.
Flóttamenn Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30