Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Berlingske greinir frá.
Peningarnir frá Aserbaídsjan hafa meðal annars farið í vasa stjórnmálamanna, háttsettra embættismanna og áhrifamikilla fjölmiðlamanna víða um heim. Markmiðið með peningagreiðslunum var að kaupa jákvæða umfjöllun um Aserbaídsjan.
Viðskiptaráðherra Danmerkur, Brian Mikkelsen, segir vanrækslu Danske Bank mikla.
Bankinn hefur ráðið fyrrverandi yfirmann leyniþjónustu dönsku lögreglunnar til að tryggja að farið sé eftir reglum um peningaþvætti.
300 milljarðar þvættir í Danske Bank
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
