Ríkið í samningaviðræður við kennara og háskólafólk í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. september 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. vísir/eyþór Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17
Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00