Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2017 06:00 Irma er feiknarstór fellibylur. vísir/afp Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman. Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman.
Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59