Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:54 Spánverjar unnu sigur Vísir/getty Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira