Skemmtiferðaskipaútgerðir sakaðar um að svíkja loforð um mengun
Nabu gerir árlega úttekt á mengun frá skemmtiferðaskipum en að þessu sinni könnuðu samtökin 63 skip, að því er kemur fram í frétt The Guardian um skýrslu samtakanna.
Dietmar Oeliger frá Nabu segir að útgerðirnar hafi heitið því að 23 skip fengju sótsíur til að draga úr mengun í fyrra. Samtökin segja hins vegar að engar slíkar síur séu í notkun.
Hætti bruna svartolíu
Í skýrslu samtakanna kemur fram að dísilvélar miðlungsstórra skemmtiferðaskipi geti brennt 150 tonnum af olíu á dag. Sótmengunin sem af því stafar jafnast á við milljón bíla.
Hvetja samtökin skemmtiferðaútgerðir til þess að hætta að nota svartolíu og að koma fyrir sótsíun í öllum skipum sínum.
Náttúruverndarsamtök Íslands birtu niðurstöður mælinga á útblæstri skemmtiferðaskipa í Reykjavík í síðustu viku. Þær bentu til þess að magn rykagna í útblæstri skipanna séu tvö hundruð sinnum meira en eðlilegt megi teljast.
Hvöttu þau sömuleiðis til banns við notkun svartolíu á norðurslóðum.
Tengdar fréttir
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn.
Svartolía heyri fortíðinni til
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda.
Menga eins og milljón bílar
Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök.
Koma svartolíu úr okkar lögsögu
Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.