Erlent

Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að gefa út óveðursviðvaranir á tólf eyjaklösum í Karíbahafinu.
Búið er að gefa út óveðursviðvaranir á tólf eyjaklösum í Karíbahafinu. Windy.com
Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyr á eyjar Karíbahafsins þar sem varað hefur verið við úrhelli, flóðum, aurskriðum og sterkum vindum. Búist er við því að Irma nái landi á Leeward-eyjum í nótt og í fyrramálið.

Irma náði fimmta stigi fellibylja í dag sem þýðir að meðalvindurinn sem fylgir honum sé um 78 metrar á sekúndu.

Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í Flórída þar sem talið er að Irma lendi á sunnudaginn. Áður mun fellibylurinn þó fara yfir Puerto Rico, Dóminíska lýðveldið, Haítí, Kúbu og Bahamaeyjar. Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir í Puerto Rico.

Þar hafa hillur verslana verið tæmdar og skólar verða lokaðir á morgun. Búið er að gera neyðarskýli klár sem hýst geta allt að 62 þúsund manns, samkvæmt frétt BBC.

AP fréttaveitan segir að búið sé að gefa út óveðursviðvaranir á tólf eyjaklösum og hafa íbúar og gestir verið hvattir til að yfirgefa svæðið áður en Irma nær þangað.

<
blockquote class='twitter-tweet' data-lang='en'>

The Saffir-Simpson wind scale is used to categorise hurricanes as Irma has developed into an 'extremely dangerous' top-level storm pic.twitter.com/rIt9Mf2TdZ

— AFP news agency (@AFP) September 5, 2017



Fleiri fréttir

Sjá meira


×