Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2017 13:17 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen fullyrðir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið. Lúgan, sem liggur upp í turn kafbátsins og er um sjötíu kíló að þyngd, á samkvæmt Madsen að hafa fallið á Wall með þeim afleiðingum að hún hrasaði niður og rak höfuðið í gólfið. Þetta sagði Madsen í dómssal í Kaupmannahöfn nú í hádeginu þar sem úrskurðað verður hvort að gæsluvarðhald yfir Madsen verði framlengt. Fjölmiðlum hefur verið heimilað að vera viðstaddir. Madsen segist hafa hugsað að Kim Wall væri látin eftir að hafa séð hana fá krampa sem síðar hættu. Hann segir Wall hafa fengið lúguna í sig fyrir mistök. Hafi báturinn verið á óvenjulega miklu dýpi og svo verið siglt upp að yfirborðinu. Þá hafi Madsen klifrað upp í turninn, en Wall fengið lúguna í sig þegar hún fylgdi á eftir. Madsen segir að hann í óðagoti hafi ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur hafði hann ætlað að sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. Hann hafi séð opið höfuðkúpubrot Wall, reynt endurlífgun en síðar gert sér fyrir því að Wall væri látin. Saksóknarar fara fram á að gæsluvarðhald verði framlengt vegna gruns um að Madsen hafi myrt Wall. Þá er þess krafist að Madsen verði látinn gangast undir geðrannsókn.Uppfært: 13:32: Neitar að hafa brotið kynferðislega gegn Wall Í fréttum danskra og sænskra fjölmiðla er haft eftir Madsen að nokkrum klukkustundum síðar hafi hann ákveðið að varpa líkinu fyrir borð. Hann segist ekki hafa brotið gegn Wall kynferðislega. Um borð í kafbátnum hafi hann gert sér grein fyrir því að hann hafi rústað lífi sínu. Eftir að hafa varpað líkinu fyrir borð segist hann hafa þrifið bátinn áður en honum yrði sökkt. Segist hann á þeirri stundu bara viljað fara heim til eiginkonu sinnar. Saksóknari spyr hann hvort hann hafi átt mök við konur um borð í bátnum. Hann segir það einungis eiga við um eiginkonu sína. Saksóknari segist eiga í vandræðum með að skilja útskýringu Madsen sem snýr að lúgunni. Hún komi ekki heim og saman við fyrri útskýringar hans. Þá hafi hann sagt að hann hafi farið upp á bátinn, misst fótana og gripið í lúguna sem við það féll á Wall.Uppfært 13:42: Hugðist svipta sig lífiSaksóknari og Madsen ræða nú hvernig lúgan hafi fallið. Saksóknari spyr Madsen hvort hann hafi sofnað eftir að Kim Wall lét lífið. „Ég „dett út“ í nokkra tíma, þar sem ég er einfaldlega svo þreyttur,“ segir Madsen. Fjölmiðlamenn í dómsal segja Madsen nú vera mjög pirraðan. Madsen segir nú frá því að hann vildi binda enda á líf sitt eftir slysið. Hann hafi ekki viljað lifa lengur, en vildi heldur ekki að Kim Wall yrði „jörðuð“ með honum. „Ég vildi ekki að hún væri um borð í ferðinni minni , þangað sem ég ætlaði,“ er haft eftir Madsen í BT. Þá segist hann hafa verið með slæma samvisku, enda hafi hann þá nýverið grínast að lúgan kynni að detta. Madsen útskýrir að hann hafi tekið fötin af Wall af þegar hann undirbjó að varpa líkinu fyrir borð. Skórnir hafi líka farið af þegar hann batt fætur hennar saman með reipi.Uppfært 13:48: Neitar að hafa sagað líkið í sundur Madsen segist einnig hafa bundið saman fætur Wall til að geta lyft henni upp í turn bátsins. Hann heldur fast í að hann hafi ekki sagað líkið í sundur, einungis varpað líkinu í sjóinn, eða „jarðað hana“ eins og hann segir sjálfur. Madsen segir í svari við spurningu saksóknara að hann hafi kastað síma sínum í sjóinn. Hann segist ekki vita hvað hafi orðið um síma Kim Wall.Uppfært 13:58: Vildi bara hitta eiginkonuna og kettinaSaksóknari spyr hvort að Madsen hafi haft sög um borð í bátnum og svarar hann því játandi. Saksóknarinn segir að sögin hafi ekki fundist, en verjandi Madsen segist vita hvar hana sé að finna. Madsen segist hafa tekið sögina með sér um borð í bátinn, ef ske kynni að hann þyrfti að nota hana við lagfæringar á einhverju um borð. Hann hafi hins vegar tekið hafa aftur í land og að hún sé nú á þeim stað þar sem hana er vanalega að finna. Saksóknari spyr nú um ástæðu þess að Madsen hafi logið þegar hann kom aftur í land eftir að kafbáturinn sökk. Hafi hann þá haldið því fram að hann hafi verið einn um borð. Madsen segir nú að hann hafi verið í andlegu jafnvægi á þessum tíma. Madsen segist bara hafa viljað hitta eiginkonu sína og ketti. „Ég vildi hitta þau áður en allt myndi gerast. Ég vissi að þetta myndi spyrjast út. Ég reiknaði með að það myndi gerast, það sem er að gerast núna. Ég vildi bara fá fimm mínútur til að kveðja eiginkonu mína,“ á Madsen að hafa sagt í dómsalnum samkvæmt BT.Uppfært 14:04: Spurt nánar út í lúguna Madsen segir að það sé fyrst daginn eftir fyrstu yfirheyrsluna þar sem hann gerir sér grein fyrir því að hann sé grunaður um manndráp. Saksóknarar ljúka máli sínu og verjandi tekur við. Verjandinn, Betina Hald Engmark, spyr Madsen nánar út í lúguna sem Madsen fullyrðir að hafi fallið á Wall og leitt til dauða hennar.Uppfært 14:23: Veit ekkert um rörstykkið Madsen segist ekkert vita um það rörstykki sem fannst á búki Wall sem fannst við strendur Amager þann 21. ágúst.Uppfært 14:31: Geimflauga-Madsen búinn að veraVerjandinn spyr Madsen hvort hann hafi á sínum tíma greint lögreglu frá því að hann hafi sjálfur sökkt kafbátnum. Hann segist hafa gert það og ekki gert neina tilraun til að hylja það. „Nei, sama hvort ég hefði sökkt bátnum eða siglt honum til hafnar, þá munu finnast spor eftir Kim í kafbátnum. Það mun finnast blóð. Og ég, Geimflauga-Madsen, er búinn. Það var betra að hún, Nautilus, sökk,“ segir Madsen. Nú er tíu mínútna pása.Uppfært 14:48: Fjölmiðlum meinað að greina frá innihaldi Saksóknari hefur orðið og greinir frá leit lögreglu um borð í kafbátnum. Þar hafi fundist nokkrir hlutir í eigu Kim Wall. Símar Wall og Madsen hafi þó ekki fundist. Nú er greint frá innihaldi réttarkrufningsskýrslunnar, en búkur Wall fannst í sjónum suður af Amager. Höfuð og útlimir höfðu verið sagaðir af. Fjölmiðlum er meinað að greina frá innihaldi skýrslunnar af tilliti við aðstandendur Wall. Þetta er gert að beiðni saksóknara.Uppfært 15:01: Blóð fannst Búið er að fara yfir innihald krufningsskýrslunnar. Saksóknarinn heldur áfram að ræða þau lífsýni úr Wall sem fundust um borð í bátnum. Blóð fannst og í vélarrúmi bátsins fundust nærbuxur Wall sem Madsen segir að hafi farið af henni þegar hann fjarlægði sokkabuxur hennar þegar hann hugðist varpa líki hennar fyrir borð.Uppfært 15:05: Svipuð rörstykki Saksóknari segir að við húsleit í rannsóknarstöð Madsen hafi fundist rörstykki jafnstór því sem var bundið við búk Wall sem fannst suður af Amager. Þá hafi einnig fundist verkfæri sem geta nýst til að saga í gegnum járn.Uppfært 15:12: Hikandi þegar hann var spurður út í Wall Saksóknari spyr nú út í ástand Madsen eftir að honum hafði verið bjargað. Á honum fundust húðflygsur og blóð sem enn á eftir að rannsaka til hlítar. Þyrlulæknir, sem ræddi við Madsen strax eftir björgunina, segir hann þá hafa talað hratt þegar hann svaraði spurningum um hvað hafi gerst en var hikandi þegar hann var spurður út í Kim Wall. BT segir frá þessu. Uppfært 15:28: Sáu myndband af ungum dreng vera nauðgað Saksóknari greinir nú frá skýrslu vitnis, sem Peter Madsen á að hafa kynnst fyrir um fimmtán árum síðan. Vitnið segir að hann og Madsen hafi horft saman á myndbönd þar sem maður kæfir annan mann. Þá eiga þeir einnig að hafa horft á myndband þar sem verið væri að nauðga ungum dreng. Verjandinn segir Madsen hafa á þessum tíma verið virkur í félagsskap þar sem vinir hittust til að horfa saman á afbrigðileg myndbönd. Áfram heldur saksóknarinn með skýrslu annars vitnis sem á að hafa haft samband við lögreglu. Sá þekki konu sem á að hafa stundað ofbeldisfullt kynlíf með Madsen. Á konan að hafa verið með áverka á hálsi að því loknu. Þá vísar saksóknari í konu sem fullyrðir að hún hafi stundað kynlíf í kafbátnum þegar hann lá við bryggju.Uppfært 15:33: Í opnu sambandi Saksóknarinn lýsir nú einkahögum Madsen. Hefur eiginkona Madsen greint frá því að þau hafi verið í opnu sambandi. Það hafi af og til leitt til afbrýðisemi.Uppfært 15:52: Spyr út í ábendingu er varðar röriðSaksóknari segist ekki hafa frekari spurningar þannig að verjandi Madsen tekur við. Hún spyr vitni, sem veitti lögreglu upplýsingar um járnrörið sem fannst á búk Wall, nánar út í rörið. Þess konar rör fannst einnig á verkstæði Madsen á Refshale-eyju. Að sögn Madsen hefur vitnið lítil tengsl við verkstæðið. Á hinn bóginn er vitnið tengt samkeppnisaðila Madsen.Um er að ræða sama vitni og á að hafa horft á afbrigðilegt klám með Madsen á einhvers konar jólahlaðborði. Verjandinn spyr Madsen hvort hann fari á jólahlaðborð. Madsen svarar neitandi en minnist þó jólahlaðborðs fyrir nokkrum árum. Þá upplýsir hann að hann neyti ekki áfengis.Uppfært 15:55: Sakaður um að hafa slegið starfsmannVitnið tjáði lögreglu enn fremur að Madsen hefði slegið einn starfsmanna sinna með verkfæri. Það kannast Madsen ekki við. Verjandinn spyr Madsen hvort hann sé skapstór. Madsen viðurkennir það enda sé hann með allan hugann við þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur og ætli sér mikið.Verjandinn kallar nýtt vitni fyrir dóminn. Vitnið sagði lögreglu að Peter Madsen hefði rætt um það hvernig ætti að koma líki fyrir í sjó. Madsen segist þekkja vitnið mjög vel. Hann sé sömuleiðis samkeppnisaðili á sviði geimflaugasmíði. Hann hafi horn í síðu Madsen og vilji sverta mannorð hans.Uppfært klukkan 16:02 Ekki upplifað Madsen sem ofbeldismannVerjandi Madsen kallar fyrir dóminn vitni sem sigldi með Madsen um borð í Nautilus 11. til 12. ágúst. Vitnið segist aldrei hafa upplifað Madsen sem ofbeldisfullan mann og aldrei heyrt um að hann vildi ofbeldisfull kynlíf. Þar með lýkur verjandi máli sínu og Peter Madsen stígur úr vitnastúku og sest við hlið verjanda síns.Uppfært klukkkan 16:07 Vel fær um að fremja morðSaksóknari tekur aftur til máls og reynir að færa rök fyrir því að Madsen eigi að vera áfram í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa myrt Wall en ekki drepið af gáleysi. Hér sé um að ræða ferðalag manns og konu í kafbát. Hann segist konuna hafa orðið fyrir óhappi. Hann er óskýr og segist hafa varpað líkinu í sjó. Við vitum ekki dánarorsök hennar en sjáum að átt hefur verið við líkama hennar með sög. Það er sterkur grunur um að hann hafi drepið Kim Wall og aflimað lík hennar, segir saksóknari.Saksóknari bætir því við að þær persónulegu upplýsingar sem fram hafi komið bendi til þess að Madsen sé vel fær að fremja morð.„Hann er augljóslega bráðgáfaður en hefur einnig skuggahlið á lífi sínu og það er sterkur grunur að hann hafi framið morð.“ Þá segir saksóknari að það veiki framburð Madsen, minnki trúverðugleikann, að hann hafi stöðugt breytt framburði sínum. Uppfært klukkan 16:12 Farið fram á fangelsisdómSaksóknari fer fram á að Madsen verði dæmdur í fangelsi fyrir morðið á Kim Wall og slæma meðferð á líkinu.Uppfært klukkan 16:16 Skortur á sönnunumVerjandi Madsen tekur til máls. Hún segist sakna niðurstaðna úr tæknilegum rannsóknum og sannanna þess efnis að Madsen hafi drepið Kim Wall.„Við höfum fengið mikið magn upplýsinga um skjólstæðing minn í dag. Fólk, slúður og ég veit ekki hvað,“ segir verjandinn Betina Hald Engmark. „En það er ekki neitt sem bendir til þess að skjólstæðingur minn hafi drepið Kim Wall.“Uppfært klukkan 16:19 Madsen ólíkur öðrumVerjandinn segist að Madsen sé ólíkur flestum, hann hafi öðruvísi hugmyndir um kynlíf en það geri hann ekki að morðingja. „Almenningur hefur heyrt útskýringar skjólstæðings míns. Hann vill vinna með lögreglu og það er enginn möguleiki að hann geti haft áhrif á rannsóknina. Þess vegna á að láta hann lausan,“ segir Betina Hald Engmark.Peter Madsen kinkar kolli og horfir yfir haf fjölmiðlamanna í salnum.Uppfært klukkan 16:22 Neitaði að tölvan yrði skoðuð Saksóknari mótmælir og vísar aftur til þess sem kom fram í upphafi að tölva Peter Madsen hafi fundist við leit í ágúst. Madsen hafi ekki veitt lögreglu leyfi til að skoða hana. Það bendi ekki til þess að hann vilji vinna með lögreglu.Verjandinn skýtur inn í og ítrekar að Madsen sé bundinn trúnaði að sumu leyti og geti því ekki einfaldlega dreift efni sem sé að finna á tölvunni.Uppfært klukkan 16:24 Úrskurðaður í gæsluvarðhaldDómari tekur til máls. Hún segist sammála rökum saksóknara í málinu er varðar breyttan framburð Madsen og hættuna á að hann muni spilla fyrir rannsókn málsins. Madsen er úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um morð, til 3. október. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen fullyrðir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið. Lúgan, sem liggur upp í turn kafbátsins og er um sjötíu kíló að þyngd, á samkvæmt Madsen að hafa fallið á Wall með þeim afleiðingum að hún hrasaði niður og rak höfuðið í gólfið. Þetta sagði Madsen í dómssal í Kaupmannahöfn nú í hádeginu þar sem úrskurðað verður hvort að gæsluvarðhald yfir Madsen verði framlengt. Fjölmiðlum hefur verið heimilað að vera viðstaddir. Madsen segist hafa hugsað að Kim Wall væri látin eftir að hafa séð hana fá krampa sem síðar hættu. Hann segir Wall hafa fengið lúguna í sig fyrir mistök. Hafi báturinn verið á óvenjulega miklu dýpi og svo verið siglt upp að yfirborðinu. Þá hafi Madsen klifrað upp í turninn, en Wall fengið lúguna í sig þegar hún fylgdi á eftir. Madsen segir að hann í óðagoti hafi ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur hafði hann ætlað að sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. Hann hafi séð opið höfuðkúpubrot Wall, reynt endurlífgun en síðar gert sér fyrir því að Wall væri látin. Saksóknarar fara fram á að gæsluvarðhald verði framlengt vegna gruns um að Madsen hafi myrt Wall. Þá er þess krafist að Madsen verði látinn gangast undir geðrannsókn.Uppfært: 13:32: Neitar að hafa brotið kynferðislega gegn Wall Í fréttum danskra og sænskra fjölmiðla er haft eftir Madsen að nokkrum klukkustundum síðar hafi hann ákveðið að varpa líkinu fyrir borð. Hann segist ekki hafa brotið gegn Wall kynferðislega. Um borð í kafbátnum hafi hann gert sér grein fyrir því að hann hafi rústað lífi sínu. Eftir að hafa varpað líkinu fyrir borð segist hann hafa þrifið bátinn áður en honum yrði sökkt. Segist hann á þeirri stundu bara viljað fara heim til eiginkonu sinnar. Saksóknari spyr hann hvort hann hafi átt mök við konur um borð í bátnum. Hann segir það einungis eiga við um eiginkonu sína. Saksóknari segist eiga í vandræðum með að skilja útskýringu Madsen sem snýr að lúgunni. Hún komi ekki heim og saman við fyrri útskýringar hans. Þá hafi hann sagt að hann hafi farið upp á bátinn, misst fótana og gripið í lúguna sem við það féll á Wall.Uppfært 13:42: Hugðist svipta sig lífiSaksóknari og Madsen ræða nú hvernig lúgan hafi fallið. Saksóknari spyr Madsen hvort hann hafi sofnað eftir að Kim Wall lét lífið. „Ég „dett út“ í nokkra tíma, þar sem ég er einfaldlega svo þreyttur,“ segir Madsen. Fjölmiðlamenn í dómsal segja Madsen nú vera mjög pirraðan. Madsen segir nú frá því að hann vildi binda enda á líf sitt eftir slysið. Hann hafi ekki viljað lifa lengur, en vildi heldur ekki að Kim Wall yrði „jörðuð“ með honum. „Ég vildi ekki að hún væri um borð í ferðinni minni , þangað sem ég ætlaði,“ er haft eftir Madsen í BT. Þá segist hann hafa verið með slæma samvisku, enda hafi hann þá nýverið grínast að lúgan kynni að detta. Madsen útskýrir að hann hafi tekið fötin af Wall af þegar hann undirbjó að varpa líkinu fyrir borð. Skórnir hafi líka farið af þegar hann batt fætur hennar saman með reipi.Uppfært 13:48: Neitar að hafa sagað líkið í sundur Madsen segist einnig hafa bundið saman fætur Wall til að geta lyft henni upp í turn bátsins. Hann heldur fast í að hann hafi ekki sagað líkið í sundur, einungis varpað líkinu í sjóinn, eða „jarðað hana“ eins og hann segir sjálfur. Madsen segir í svari við spurningu saksóknara að hann hafi kastað síma sínum í sjóinn. Hann segist ekki vita hvað hafi orðið um síma Kim Wall.Uppfært 13:58: Vildi bara hitta eiginkonuna og kettinaSaksóknari spyr hvort að Madsen hafi haft sög um borð í bátnum og svarar hann því játandi. Saksóknarinn segir að sögin hafi ekki fundist, en verjandi Madsen segist vita hvar hana sé að finna. Madsen segist hafa tekið sögina með sér um borð í bátinn, ef ske kynni að hann þyrfti að nota hana við lagfæringar á einhverju um borð. Hann hafi hins vegar tekið hafa aftur í land og að hún sé nú á þeim stað þar sem hana er vanalega að finna. Saksóknari spyr nú um ástæðu þess að Madsen hafi logið þegar hann kom aftur í land eftir að kafbáturinn sökk. Hafi hann þá haldið því fram að hann hafi verið einn um borð. Madsen segir nú að hann hafi verið í andlegu jafnvægi á þessum tíma. Madsen segist bara hafa viljað hitta eiginkonu sína og ketti. „Ég vildi hitta þau áður en allt myndi gerast. Ég vissi að þetta myndi spyrjast út. Ég reiknaði með að það myndi gerast, það sem er að gerast núna. Ég vildi bara fá fimm mínútur til að kveðja eiginkonu mína,“ á Madsen að hafa sagt í dómsalnum samkvæmt BT.Uppfært 14:04: Spurt nánar út í lúguna Madsen segir að það sé fyrst daginn eftir fyrstu yfirheyrsluna þar sem hann gerir sér grein fyrir því að hann sé grunaður um manndráp. Saksóknarar ljúka máli sínu og verjandi tekur við. Verjandinn, Betina Hald Engmark, spyr Madsen nánar út í lúguna sem Madsen fullyrðir að hafi fallið á Wall og leitt til dauða hennar.Uppfært 14:23: Veit ekkert um rörstykkið Madsen segist ekkert vita um það rörstykki sem fannst á búki Wall sem fannst við strendur Amager þann 21. ágúst.Uppfært 14:31: Geimflauga-Madsen búinn að veraVerjandinn spyr Madsen hvort hann hafi á sínum tíma greint lögreglu frá því að hann hafi sjálfur sökkt kafbátnum. Hann segist hafa gert það og ekki gert neina tilraun til að hylja það. „Nei, sama hvort ég hefði sökkt bátnum eða siglt honum til hafnar, þá munu finnast spor eftir Kim í kafbátnum. Það mun finnast blóð. Og ég, Geimflauga-Madsen, er búinn. Það var betra að hún, Nautilus, sökk,“ segir Madsen. Nú er tíu mínútna pása.Uppfært 14:48: Fjölmiðlum meinað að greina frá innihaldi Saksóknari hefur orðið og greinir frá leit lögreglu um borð í kafbátnum. Þar hafi fundist nokkrir hlutir í eigu Kim Wall. Símar Wall og Madsen hafi þó ekki fundist. Nú er greint frá innihaldi réttarkrufningsskýrslunnar, en búkur Wall fannst í sjónum suður af Amager. Höfuð og útlimir höfðu verið sagaðir af. Fjölmiðlum er meinað að greina frá innihaldi skýrslunnar af tilliti við aðstandendur Wall. Þetta er gert að beiðni saksóknara.Uppfært 15:01: Blóð fannst Búið er að fara yfir innihald krufningsskýrslunnar. Saksóknarinn heldur áfram að ræða þau lífsýni úr Wall sem fundust um borð í bátnum. Blóð fannst og í vélarrúmi bátsins fundust nærbuxur Wall sem Madsen segir að hafi farið af henni þegar hann fjarlægði sokkabuxur hennar þegar hann hugðist varpa líki hennar fyrir borð.Uppfært 15:05: Svipuð rörstykki Saksóknari segir að við húsleit í rannsóknarstöð Madsen hafi fundist rörstykki jafnstór því sem var bundið við búk Wall sem fannst suður af Amager. Þá hafi einnig fundist verkfæri sem geta nýst til að saga í gegnum járn.Uppfært 15:12: Hikandi þegar hann var spurður út í Wall Saksóknari spyr nú út í ástand Madsen eftir að honum hafði verið bjargað. Á honum fundust húðflygsur og blóð sem enn á eftir að rannsaka til hlítar. Þyrlulæknir, sem ræddi við Madsen strax eftir björgunina, segir hann þá hafa talað hratt þegar hann svaraði spurningum um hvað hafi gerst en var hikandi þegar hann var spurður út í Kim Wall. BT segir frá þessu. Uppfært 15:28: Sáu myndband af ungum dreng vera nauðgað Saksóknari greinir nú frá skýrslu vitnis, sem Peter Madsen á að hafa kynnst fyrir um fimmtán árum síðan. Vitnið segir að hann og Madsen hafi horft saman á myndbönd þar sem maður kæfir annan mann. Þá eiga þeir einnig að hafa horft á myndband þar sem verið væri að nauðga ungum dreng. Verjandinn segir Madsen hafa á þessum tíma verið virkur í félagsskap þar sem vinir hittust til að horfa saman á afbrigðileg myndbönd. Áfram heldur saksóknarinn með skýrslu annars vitnis sem á að hafa haft samband við lögreglu. Sá þekki konu sem á að hafa stundað ofbeldisfullt kynlíf með Madsen. Á konan að hafa verið með áverka á hálsi að því loknu. Þá vísar saksóknari í konu sem fullyrðir að hún hafi stundað kynlíf í kafbátnum þegar hann lá við bryggju.Uppfært 15:33: Í opnu sambandi Saksóknarinn lýsir nú einkahögum Madsen. Hefur eiginkona Madsen greint frá því að þau hafi verið í opnu sambandi. Það hafi af og til leitt til afbrýðisemi.Uppfært 15:52: Spyr út í ábendingu er varðar röriðSaksóknari segist ekki hafa frekari spurningar þannig að verjandi Madsen tekur við. Hún spyr vitni, sem veitti lögreglu upplýsingar um járnrörið sem fannst á búk Wall, nánar út í rörið. Þess konar rör fannst einnig á verkstæði Madsen á Refshale-eyju. Að sögn Madsen hefur vitnið lítil tengsl við verkstæðið. Á hinn bóginn er vitnið tengt samkeppnisaðila Madsen.Um er að ræða sama vitni og á að hafa horft á afbrigðilegt klám með Madsen á einhvers konar jólahlaðborði. Verjandinn spyr Madsen hvort hann fari á jólahlaðborð. Madsen svarar neitandi en minnist þó jólahlaðborðs fyrir nokkrum árum. Þá upplýsir hann að hann neyti ekki áfengis.Uppfært 15:55: Sakaður um að hafa slegið starfsmannVitnið tjáði lögreglu enn fremur að Madsen hefði slegið einn starfsmanna sinna með verkfæri. Það kannast Madsen ekki við. Verjandinn spyr Madsen hvort hann sé skapstór. Madsen viðurkennir það enda sé hann með allan hugann við þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur og ætli sér mikið.Verjandinn kallar nýtt vitni fyrir dóminn. Vitnið sagði lögreglu að Peter Madsen hefði rætt um það hvernig ætti að koma líki fyrir í sjó. Madsen segist þekkja vitnið mjög vel. Hann sé sömuleiðis samkeppnisaðili á sviði geimflaugasmíði. Hann hafi horn í síðu Madsen og vilji sverta mannorð hans.Uppfært klukkan 16:02 Ekki upplifað Madsen sem ofbeldismannVerjandi Madsen kallar fyrir dóminn vitni sem sigldi með Madsen um borð í Nautilus 11. til 12. ágúst. Vitnið segist aldrei hafa upplifað Madsen sem ofbeldisfullan mann og aldrei heyrt um að hann vildi ofbeldisfull kynlíf. Þar með lýkur verjandi máli sínu og Peter Madsen stígur úr vitnastúku og sest við hlið verjanda síns.Uppfært klukkkan 16:07 Vel fær um að fremja morðSaksóknari tekur aftur til máls og reynir að færa rök fyrir því að Madsen eigi að vera áfram í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa myrt Wall en ekki drepið af gáleysi. Hér sé um að ræða ferðalag manns og konu í kafbát. Hann segist konuna hafa orðið fyrir óhappi. Hann er óskýr og segist hafa varpað líkinu í sjó. Við vitum ekki dánarorsök hennar en sjáum að átt hefur verið við líkama hennar með sög. Það er sterkur grunur um að hann hafi drepið Kim Wall og aflimað lík hennar, segir saksóknari.Saksóknari bætir því við að þær persónulegu upplýsingar sem fram hafi komið bendi til þess að Madsen sé vel fær að fremja morð.„Hann er augljóslega bráðgáfaður en hefur einnig skuggahlið á lífi sínu og það er sterkur grunur að hann hafi framið morð.“ Þá segir saksóknari að það veiki framburð Madsen, minnki trúverðugleikann, að hann hafi stöðugt breytt framburði sínum. Uppfært klukkan 16:12 Farið fram á fangelsisdómSaksóknari fer fram á að Madsen verði dæmdur í fangelsi fyrir morðið á Kim Wall og slæma meðferð á líkinu.Uppfært klukkan 16:16 Skortur á sönnunumVerjandi Madsen tekur til máls. Hún segist sakna niðurstaðna úr tæknilegum rannsóknum og sannanna þess efnis að Madsen hafi drepið Kim Wall.„Við höfum fengið mikið magn upplýsinga um skjólstæðing minn í dag. Fólk, slúður og ég veit ekki hvað,“ segir verjandinn Betina Hald Engmark. „En það er ekki neitt sem bendir til þess að skjólstæðingur minn hafi drepið Kim Wall.“Uppfært klukkan 16:19 Madsen ólíkur öðrumVerjandinn segist að Madsen sé ólíkur flestum, hann hafi öðruvísi hugmyndir um kynlíf en það geri hann ekki að morðingja. „Almenningur hefur heyrt útskýringar skjólstæðings míns. Hann vill vinna með lögreglu og það er enginn möguleiki að hann geti haft áhrif á rannsóknina. Þess vegna á að láta hann lausan,“ segir Betina Hald Engmark.Peter Madsen kinkar kolli og horfir yfir haf fjölmiðlamanna í salnum.Uppfært klukkan 16:22 Neitaði að tölvan yrði skoðuð Saksóknari mótmælir og vísar aftur til þess sem kom fram í upphafi að tölva Peter Madsen hafi fundist við leit í ágúst. Madsen hafi ekki veitt lögreglu leyfi til að skoða hana. Það bendi ekki til þess að hann vilji vinna með lögreglu.Verjandinn skýtur inn í og ítrekar að Madsen sé bundinn trúnaði að sumu leyti og geti því ekki einfaldlega dreift efni sem sé að finna á tölvunni.Uppfært klukkan 16:24 Úrskurðaður í gæsluvarðhaldDómari tekur til máls. Hún segist sammála rökum saksóknara í málinu er varðar breyttan framburð Madsen og hættuna á að hann muni spilla fyrir rannsókn málsins. Madsen er úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um morð, til 3. október.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent