Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 12:01 Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Vísir/Pjetur Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira