Goran Dragic: Við vanmetum engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2017 21:15 Goran Dragic, Mynd/S2 Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. „Þetta verður erfiður leikur á móti Íslandi því það eru engir auðveldir andstæðingar á þessu móti . Íslenska liðið spilar á full og þeir fá frábæran stuðning frá fólkinu sínu. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Goran Dragic. Goran Dragic hefur spilað mjög vel með slóvenska liðinu á EM í Helsinki en hann er með 26,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. En er Slóvenía ekki miklu sigurstranglegra liðið í leiknum á morgun. „Við vanmetum engan. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir leikinn og þjálfararnir okkar eru að vinna frábæra vinnu við að komast að því af hverjum stendur mesta ógnin af. Við munum reyna að stoppa þá og vonandi verður það nóg til að landa sigri,“ sagði Dragic. „Við höfum ekki spilað betur en við bjuggumst við. Við eigum enn fullt inni. Það eru nokkrir leikmenn í smá dvala hjá okkur og við búumst við meiri af mönnum eins og (Anthony) Randolph, (Klemen) Prepelic og Edo Muric. Það er því von á meiri frá okkur,“ sagði Dragic. Anthony Randolph er með 8,3 stig í leik, Klemen Prepelic hefur skorað 10,3 stig í leik og Edo Muric er með 4,7 stig í leik. Næststigahæstur á eftir Dragic er hinn átján ára gamli Luka Doncic með 13,7 stig í leik. En hversu langt getur Slóvenía náð á þessu móti? „Við verðum bara að sjá hversu langt við getum komist á þessu móti. Fyrsta markmiðið okkar var að komast til Istanbul sem er nú í höfn, Nú reynum við að vinna alla leikina í riðlinum og svo eru bara úrslitaleikir sem bíða okkar í Istanbul. Vonandi verður við klárir í að gera það sem þarf til að vinna þar,“ sagði Dragic. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. „Þetta verður erfiður leikur á móti Íslandi því það eru engir auðveldir andstæðingar á þessu móti . Íslenska liðið spilar á full og þeir fá frábæran stuðning frá fólkinu sínu. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Goran Dragic. Goran Dragic hefur spilað mjög vel með slóvenska liðinu á EM í Helsinki en hann er með 26,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. En er Slóvenía ekki miklu sigurstranglegra liðið í leiknum á morgun. „Við vanmetum engan. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir leikinn og þjálfararnir okkar eru að vinna frábæra vinnu við að komast að því af hverjum stendur mesta ógnin af. Við munum reyna að stoppa þá og vonandi verður það nóg til að landa sigri,“ sagði Dragic. „Við höfum ekki spilað betur en við bjuggumst við. Við eigum enn fullt inni. Það eru nokkrir leikmenn í smá dvala hjá okkur og við búumst við meiri af mönnum eins og (Anthony) Randolph, (Klemen) Prepelic og Edo Muric. Það er því von á meiri frá okkur,“ sagði Dragic. Anthony Randolph er með 8,3 stig í leik, Klemen Prepelic hefur skorað 10,3 stig í leik og Edo Muric er með 4,7 stig í leik. Næststigahæstur á eftir Dragic er hinn átján ára gamli Luka Doncic með 13,7 stig í leik. En hversu langt getur Slóvenía náð á þessu móti? „Við verðum bara að sjá hversu langt við getum komist á þessu móti. Fyrsta markmiðið okkar var að komast til Istanbul sem er nú í höfn, Nú reynum við að vinna alla leikina í riðlinum og svo eru bara úrslitaleikir sem bíða okkar í Istanbul. Vonandi verður við klárir í að gera það sem þarf til að vinna þar,“ sagði Dragic.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum