Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 15:20 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30
Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43