Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 4. september 2017 08:00 Ólafía Þórunn lék á fimm höggum undir pari á Cambia Portland Classic-mótinu. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. Mótið, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi, fór fram á Columbia Edgewater golfvallarins í Portland. Fyrir lokahringinn var Ólafía á fimm höggum undir pari og í 32. sæti. Hún hefur því eflaust gælt við að komast í hóp 30 efstu kylfinga á lokadegi mótsins. Ólafía hafnaði í 39.-41. sæti og fékk fyrir það 6.950 dollara í sinn hlut, jafnvirði 864 þúsund króna. Ólafía hafði fallið um nokkur sæti á peningalistanum eftir síðustu tvö mót en er nú í 106. sæti listans með 72.090 dollara í heildartekjur. Hún er um fimm þúsund dollurum frá kylfingnum í 100. sæti en 100 kylfingar sem verða efstir á peningalistanum í lok tímabilsins fá fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Ólafía fór fyrstu fjórar holurnar á lokahringnum í gær á pari en fékk svo skolla á 5. holu. Hún rétti sig af með tveimur fuglum í röð og fékk svo 10 pör á síðustu 11 holunum. Alls fékk Ólafía 14 pör á hringnum í gær, tvo fugla og tvo skolla. Afar stöðug spilamennska hjá henni. Ólafía hefur nú keppt á 18 mótum á LPGA-mótaröðinni í ár en hún er sem kunnugt er eini Íslendingurinn sem hefur unnið sér þátttökurétt á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á átta af 18 mótum sem hún hefur keppt á í ár. Besti árangur hennar er 13. sæti á Opna skoska meistaramótinu sem fór fram í lok júlí. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. Mótið, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi, fór fram á Columbia Edgewater golfvallarins í Portland. Fyrir lokahringinn var Ólafía á fimm höggum undir pari og í 32. sæti. Hún hefur því eflaust gælt við að komast í hóp 30 efstu kylfinga á lokadegi mótsins. Ólafía hafnaði í 39.-41. sæti og fékk fyrir það 6.950 dollara í sinn hlut, jafnvirði 864 þúsund króna. Ólafía hafði fallið um nokkur sæti á peningalistanum eftir síðustu tvö mót en er nú í 106. sæti listans með 72.090 dollara í heildartekjur. Hún er um fimm þúsund dollurum frá kylfingnum í 100. sæti en 100 kylfingar sem verða efstir á peningalistanum í lok tímabilsins fá fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Ólafía fór fyrstu fjórar holurnar á lokahringnum í gær á pari en fékk svo skolla á 5. holu. Hún rétti sig af með tveimur fuglum í röð og fékk svo 10 pör á síðustu 11 holunum. Alls fékk Ólafía 14 pör á hringnum í gær, tvo fugla og tvo skolla. Afar stöðug spilamennska hjá henni. Ólafía hefur nú keppt á 18 mótum á LPGA-mótaröðinni í ár en hún er sem kunnugt er eini Íslendingurinn sem hefur unnið sér þátttökurétt á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á átta af 18 mótum sem hún hefur keppt á í ár. Besti árangur hennar er 13. sæti á Opna skoska meistaramótinu sem fór fram í lok júlí.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira