Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Kim Jong-un sést hér standa vígreifur ásamt samstarfsmönnum sínum yfir vopninu. vísir/epa Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira